Þetta mjakast...

Ritgerðin mín telur nú 2.755 orð þannig að ég á eftir 7.245 til að ná tilskildri lengd! Það er svo erfitt að setjast niður en í lagi þegar ég er komin af stað. Þetta er algjörlega huglægt og gamall vani sem tekið hefur sér bólfestu í kroppnum vaknar af dvala. Hann lýsir sér þannig að ég verð ofurþreytt bara við tilhugsunina um að fara að læra og langar að leggja mig eða a.m.k. gera eitthvað allt annað. Uppvask og þrif hljóma meira að segja vel í samanburði við lærdóminn. Þarna finn ég að hugleiðslan sem ég hef stundað síðustu ár hjálpar mér því í stað þess að leyfa þessum hugsunum að malla þar til ég t.d. læt verða af því að leggja mig eða gera eitthvað annað, fókusera ég á andardráttinn og sleppi hugsuninni á fráöndum...aftur og aftur og aftur...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:                                           OM

Sæl og blessuð Gyða!

Gangi þér vel méð ritgerðina. Eftir að hafa lesið bloggið hjá þér upp á síðkastið þá er ég orðinn ansi forvitinn um hvað þið hjónin hafið komið ykkur fyrir hér við Elliðavatnið, því samkvæmt lýsingum þínum þá erum við með mjög svipað útsýni. Ég er nær beint fyrir ofan Vatnsendabæinn í Fellahvarfi. Gangi þér vel. Bið að heilsa Ástvaldi.

Gassho

Leifur

OM , 8.12.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Við erum við Helluvatn, sem er lítið vatn við hlið Elliðavatns og rétt við Rauðhólana. Þetta er algjör paradís en pabbi Ástvalds á þetta. Við erum að bíða eftir að fá hús sem við keyptum í Kópavogi afhent en viljum helst bara vera hér. Gaman að heyra frá þér, sjáumst vonandi síðar.

Gassho

Gyða 

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 8.12.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband