Skreytt yfir skítinn...

Gafst upp á skrifunum um fimmleytið, ákvað að slá þessu upp í kæruleysi og ná mér í skyndibita. Hakkaði í mig franskar kartöflur og hamborgara - kannski ég fitni eitthvað í framan? Tók smá skurk í tiltekt og gerði pínu jólalegt...þó ég verði ekki á landinu um jólin. Ég tók ekkert jóladót með mér hingað, allt fór í geymslu en jólakúlur frá Ikea í stóra skál og rauð kerti í stjaka hér og þar gera nú bara heilmikið. Skreytt yfir skítinn eins og Magga Blö sagði alltaf. Fannst ég eiga skilið verðlaun og dældi í mig poppi, lakkrís og konfekti - afganginn frá "Litlu jólunum" í Tónheimum. Núna veit ég afhverju ég á aldrei nammi á lager...það yrði aldrei neinn lager og ég með stanslausa fótaóeirð - fæ alltaf gífurlegan pirring í fæturna ef ég borða of mikinn sykur. Er ekki hætt því ég er að horfa á hneturnar sem ég keypti í gær...nenni varla að brjóta utan af þeim, er það ekki hámarkið?

Ég fékk sting í hjartað af fréttunum af konunni sem hafði verið látin í marga daga áður en hún fannst. Þetta á ekki að gerast á Íslandi í dag! Það fyrsta sem ég sagði þegar pabbi dó sl. sumar var að ég væri svo fegin að hann skyldi ekki hafa verið einn þegar hann dó, að skyldum hafa fylgt honum úr hlaði ef hægt er að orða það sem svo því ég er sannfærð um að eitthvað annað tekur við þegar við förum héðan. Hins vegar skiptir mestu máli að einbeita sér að því sem er hér og nú þó það gangi nú misvel en maður heldur bara áfram að reyna og reyna og reyna...

Jæja, dagur að kveldi kominn og tími til að róa sig niður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband