Gráðugræðgi eða hvað!

Mín er grimm í talningunni. Ritgerðin mín telur nú 4.941 orð sem þýðir að ég er um það bil hálfnuð og hef þrjá daga til stefnu. Vil gefa mér einn dag til að fara yfir hana og aðeins laga hana til. Svo eru það einhverjir dagar í óvissum meðan leiðbeinandinn minn fer yfir hana en ég verð væntanlega komin til Spánar þegar ég fæ komment á hana. Ég vona bara að þetta hafist og að ég útskrifist í febrúar, 23 árum eftir að ég byrjaði í Háskólanum. Dóttir mín sagði við mig í gær að hún vonaði að það tæki hana ekki svona langan tíma að klára sitt háskólapróf en hún fer örugglega að skilja afhverju ég hef lagt svona hart að henni í gegnum tíiðin að gefast ekki upp og notað til þess margar aðferðir og sumar óprútnar. Við foreldrarnir drógum um dökka mynd af því sem biði hennar ef hún hætti í menntaskóla og ég meira að segja hótaði að reka hana út úr íbúðinni sem hún bjó í á neðri hæðinni hjá mér ef hún ætlaði að hætta í skólanum því ég hefði eingöngu keypt svona stórt hús til að hjálpa þeim hjónaleysunum að komast í gegnum nám! Þetta hljómar illa en ég var ekkert reið þegar ég sagði þetta (sem hefur örugglega fengið hana til að trúa því að ég léti verða af því) og auðvitað hefði ég ekki hent henni út...litla barninu mínu, ónei!

Hvað um það, hún kláraði menntaskólann og með lítið barn og er nú komin í háskólanám og kærastinn búinn með fyrri hluta háskólanáms! Ekki það að ég sé mjög gráðugráðug en ég veit að í dag skiptir þetta meira máli þegar kemur að vinnu en áður. Ég hef verið mjög heppin að geta unnið við það sem mig hefur langað til að gera en ég er líka viss um að ef ég væri að sækja um vinnu núna í því sem ég hef unnið við þá gengi fólk fyrir sem væri með fleiri gráður en ég, þannig er þetta nú bara hvað sem mér kann að finnast um hæfni mína til að takast á við starfið...hins vegar er spurning um að hætta þessu bulli og snúa sér að félaglegri samvitund Durkheims!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 1505

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband