...að missa þráðinn

Nokkuð skrifað í bloggheimum um Bjögga og kommentið að hann fylgdist spenntur með Dancing with the Stars. Ég heyrði þetta svar hans og fannst ekkert athugavert við það, gat alveg trúað þessu uppá hann, þó ég kannski keypti það ekki að hann væri að deyja úr spenningi. Hvað Loga varðar þá finnst mér hann ekki gera eins og best hann getur í þessum þáttum en hann er að mínu mati góður fjölmiðlamaður og hefur staðið sig vel í gegnum tíðina. Hann getur nú alveg tekið svona húmor enda skortir hann ekki húmor sjálfur og bestu fréttirnar sem Logi hefur flutt (nei skemmtilegustu) hafa sýnt hann missa sig í hláturskast - það er  kannski kvikindislegt að hlæja að því þegar fólk missir stjórn á sér í beinni útsendingu en mér finnst það hrikalega fyndið því það er eitthvað svo "eðlilegt" - eitthvað sem gerist óvart. Ég hef sjálf nokkrum sinnum lent í því og þó það sé auðvitað vont á meðan, sérstakega ef umræðuefnið er alvarlegt er það  nú bara þannig að það jafnast fátt á við gott hláturskast, ef það meiðir engan!

Það getur nú komið fyrir á bestu bæjum að vera annars hugar og ná ekki alveg því sem viðmælandinn segir. Ástæðurnar geta verið margar og stafað m.a. af því sem er að gerast í umhverfinu. Ég man t.d. eftir einu atviki þegar ég sá um helgarþátt á Rás 2, við annan mann. Mér hafði tekist að fá í þáttinn mann sem ég hafði mikið reynt að fá í viðtal og þurfti að beita  fortölum því honum var illa við að koma í beina útsendingu. Nú, ég var búin að ná honum inn í stúdíóið og byrjuð á viðtalinu, þegar hinn stjórnandi þáttarins kom inn og tók sér stöðu fyrir aftan viðmælandann. Hann sér að síminn byrjar að hringja - ekki með hringingu heldur blikkaði rautt ljós á honum. Einhvern veginn hefur honum fundist hann þurfa að svara símanum (í miðju viðtali) en til þess að trufla nú örugglega ekki fór hann á fjóra fætur og skreið framhjá viðmælandum, fyrir framan borðið hjá mér, greip símann og "hvíslaði" þannig að það fór hvorki framhjá mér eða blessuðum viðmælandanum hvað var í gangi. Ég verð að viðurkenna að ég átti mjög bágt með að hafa stjórn á mér - ég var samt alls ekki við það að fá hláturskast heldur langaði mig mest til að standa upp og öskra á samstarfsmann minn en það var ekki í boði þannig að ég reyndi að einbeita mér að halda þræðinum í viðtalinu. Ég er ekki frá því að ég hafi einmitt misst af einhverju á meðan félaginn skreið framhjá okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 1503

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband