Litlu snillingarnir í Tónheimum!

Ætla algjörleg að liggja með tærnar upp í loft um jólin? Það er stefnan, veit að ég kem reyndar ekki til með að liggja mikið...nema aðeins yfir jólabókunum. Við verðum átta saman og ákváðum að við myndum öll kaupa eina bók til að hafa með og svo getum við skipt. Ég held að ég kaupi bókina um Bíbí - ég hef farið til Bíbíar og þar sem mér finnst Vigdís góður penni finnst mér að þetta hljóti að vera góð blanda. 

Ég er eiginlega viss um að Ástvaldur kaupir bók Einars Más, hann heyrði hann lesa upp úr henni um daginn og leist mjög vel á. Mig langar líka til að lesa hana svo ég er sátt við það val. Svo kemur hitt í ljós. Veit reyndar að tengdó langar að lesa framhaldið af Karítas og mér líst líka vel á það. Hún gaf mér fyrri bókina í jólagjöf um árið og leist mér ekkert á valið til að byrja með. Ég hafði prófað að lesa bók eftir Kristínu Marju og gafst upp á henni þannig að ég var full fordóma þegar ég sá þessa bók og til að kóróna allt var hún árituð, sem var auðvitað gott á mig. Nú, ég ákvað að fara úr KR búningnum og lesa bókina og líkaði hún stórvel þannig að ég hlakka bara til að lesa hvað hefur drifið á daga Karítasar. Nú svo er ég mjög veik fyir glæpasögum þannig að ég kem til með að lesa Arnald, Yrsu , Árna þórains og Henning Mankell. Bók Hrafns Jökulssonar er líka á óskalistanum þannig að ég verð fastagestur á bókasafninu fram eftir ári.

Annars vorum við að slútta í Tónheimum í dag með þrennum jólatónleikum þar sem um áttatíu nemendur léku af fingrum fram hvert dægurlagið á fætur öðru og jólalögin ómuðu einnig um salinn. Yngsti nemandinn var fjögurra ára og elsti 16 ára en fullorðna fólkið sló í gegn sl. fimmtudag. Nú er bara að undirbúa næstu önn þar sem fleiri snillingar verða uppgötvaðir en það er alveg frábært að sjá þau spila, flest án þess að hafa nokkrar nótur fyrir framan sig, t.d. tók einn ellefu ára gamall lagið Piano man með Billy Joel, það var alveg magnað. Þetta eru algjörir píanósnillingar og gítardeildin er líka komin á gott skrið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband