Fjör á markaðnum!

Síðasti dagur ársins runninn upp og ég sit á hótelherbergi í Barcelona, á leið í áramótasturtuna og svo í fjölskylduboð í tilefni dagsins. Langar að fara í langa heita sturtu en hér er mikill vatnsskortur því lítið hefur rignt í ár og ég fékk samviskubit þegar ég heyrði að það eru túristar sem nota meira en helming þess vatns sem notað er hér (og ég lagði mitt af mörkum og fór í langa heita sturtu fyrsta daginn á hótelinu)...fékk samviskubit þegar Alex svili minni sagði að stundum spyrðu strákarnir litlu afhverju baðið væri ekki fullt hér eins og þegar þeir færu í bað á Íslandi. Sturtan verður því snörp en heit á eftir!

Annars eyddum við um það bil tveimur tímum á markaðnum í morgun í að kaupa í áramótamatinn. Fyrst stoppuðum við hjá kjötkonunni og sóttum kalkúnabringurnar sem Kolla mágkona hafði pantað fyrir helgi. Þær voru gerðar klárar fyrir fyllingu og einnig fengum við innmat og bein til að búa til soð og svo stakk hún slatta af steinselju ofan í pokann en hér kostar hún ekki neitt en kalkúnabringur fyrir 10 manns kostuðu um 15 evrur eða tæpar 1500 krónur! Síðan fórum við bása á milli því á einum stað eru sveppirnir og kartöflurnar betri en á þeim næsta eru bestu perurnar og mandarínurnar og svo framvegis. 

Mér finnst þetta alveg ótrúlega góð tilfinning, að nánast fá grænmetið, ávextina, kjötið og alles nánast beint af kúnni, horfa á beikonið skorið í sneiðar fyrir framan mann, kryddið ferskt, hneturnar sóttar í stóran poka og vigtaðar á gömlu vigtinni og  að öllu þessu loknu að setjast og fá sér einn góðan cafe cortado sem kostar ekki þúsund og eina eins og heima! Ég gæti alveg vanist þessu!

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar - ég er ekki búin að fá ritgerðina til baka og veit því ekki meir en vona að þetta verði nú í lagi. Við höfum aðeins reynt að vinna hér líka enda byrjar tónlistarskólinn rúmri viku eftir að við komum heim og því nóg að gera að svara umsóknum og fyrirspurnum. Látið nú drauminn rætast og lærið að spila á píanó, harmónikku eða gítar eftir eyranu - allir saman nú!

Gleðilegt ár og munið að njóta andartaksins - það er það eina sem við höfum!

knús

Gyða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gleðilegt ár !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband