Allt að verða vitlaust!

Jæja, þá er ég loksins búin að ákveða efni B.A. ritgerðarinnar - Þróun AA með félagsfræðilegu tvisti. Hitti leiðbeinandann í dag sem hjálpaði mér að þrengja efnið. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og leggja til atlögu, svona milli þess sem ég flyt og fer til Svíþjóðar...þetta breytist held ég aldrei, það verður alltaf mikið að gera. Já og svo þurfum við akkúrat að skila bílnum sem við erum með á rekstrarleigu um mánaðamótin þannig að við þurfum líka að finna annan bíl! Þetta verður allt í góðu, þarf bara að vinna dáldið hratt þar sem við ætlum að vera í Barcelona um jólin og skreppa aðeins til Berlínar upp úr áramótum með hljómsveit Ástvaldar, Bardukha. Mæli með þessum borgum - maturinn í Berlín er frábær og úrvalið ótrúlegt. Nú er ég sem sagt komin langt framúr mér...þarf að vera hér og nú!

Er að verða búin að pakka - er með gamla plusssófasettið frá mömmu og pabba sem ég ætla að láta frá mér. Þetta er sófasett sem ég man eftir frá því ég var lítil og er örugglega frá fyrri hluta síðustu aldar - ótrúleg ending, búið að yfirdekkja einu sinni en alveg heilt og lítur ótrúlega vel út. Ef einhver sem les þetta er að leita að slíku setti, endilega hafið samband við mig! Já og reyndar erum við með borðstofuborð frá tengdapabba - olíuborin eik, kringlótt (með tveimur stækkunum) og rúmar 12 manns í fullri stærð, sem við ætlum líka að láta frá okkur. Ég þakka þessum hlutum fyrir samfylgdina og vona innilega að einhver vilji njóta þeirra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband