Góður endir...

Þá er ég flutt í sveitina (sveit í borg) en við skiluðum af okkur húsinu í Hafnarfirðinum í gær og verðum umvafin Heiðmörkinni næstu þrjá mánuði. Umhverfið er dásamlegt og ég hlakka til að fara í gönguferðir hér þ.e. þegar veðrinu slotar. Fékk nasaþef af því í gærkvöldi hvernig íslensk veðrátta getur leikið mann grátt. Hleyptum hundunum út að pissa fyrir svefninn og þegar ég kallaði á þá skömmu síðar gerðist nákvæmlega ekkert. Eftir nokkur árangurslaus hróp og köll var ekki um annað að ræða en að fara út og leita...í svartamyrkri, brjáluðu roki og grenjandi rigningu. Við hjónin æddum um flautandi og öskrandi en ekki bólaði á hundunum. Hugsanirnar sem flugu um kollinn á þessari stundu báru ekki vott um mikla bjartsýni, því það sást ekkert til þeirra en Nói svarar alltaf kalli og Píla hefur fylgt í kjölfarið - hún var að koma til okkar í gær í pössun. Það var því ekki nóg með að hafa týnt eigin hundi heldur líka annarra manna hundi. Píla þekkir reyndar umhverfið því hún hefur verið hér en Nói var að koma hingaði í fyrsta skipti fyrir tveimur dögum. Hann hefur ekki vikið frá húsinu einn en þau voru að fara út í fyrsta skipti saman og hafa greinilega ákveðið að það væri í lagi að spássera aðeins um fyrir svefninn. Eftir dúk og disk birtist Píla en ekkert bólaði á Nóa litla. Þá leist okkur ekki á blikuna og vorum viss um að hann hefði dottið í vatnið og ekki komist upp úr. Við héldum þó áfram að hlaupa um svæðið og sáum varla út úr augum því slagveðrið var þvílíkt. Ég ákvað svo að hlaupa heim að húsi og keyra upp á veg til að athuga hvort hann hefði hlaupið í átt að ljósinu frá veginum. í því að ég kom að húsinu birtist ekki litla skinnið rennandi blautur og hríðskjálfandi og heldur álútur. Þvílíkur léttir og sem betur fer fór þetta vel en það er víst að ekki verður boðið upp á fleiri göngutúra fyrir svefninn fyrir þessi tvö!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fararstjórinn

Til hamingju með húsið, efni ritgerðarinnar og móðuráhyggjurnar! Greinilega of langt síðan ég hef heyrt í þér, þú ert svo aktív að maður fylgist varla með! Mér líst rosalega vel á að þú bjóðir Vesturbæjarlúðunum í sveitasæluna við gott tækifæri til að skoða hús og hund(a). Hí, hí, hí!

Fararstjórinn, 8.11.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er gott að búa í Kópavogi.

Ertu flutt í Vatnsendann?

Svala Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Er ekki búin að vera á blogginu undanfarið - er flutt í heiðmörkina, þvílíkur dýrðarstaður! Og það má sko vel koma í heimsókn. Gibson

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 14.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband