Gleði og sorg!

Áttum yndislegan dag með fjölskyldu Ástvalds en tengdó hélt uppá sextugsafmælið sitt og bauð fjölskyldunni í brunch. Það er nú ómetanlegt að eiga góða tengdamömmu og það er mín svo sannarlega en mér finnst reyndar ótrúlegt að hún sé orðin sextug, hún er alltaf svo stelpuleg. Til hamingju með daginn elsku besta Dóra tengdamamma!

Það er eiginlega kynslóðabil á milli mín og Ástvalds því mamma hans er á svipuðum aldri og systir mín og afinn og amman á sama aldri og foreldrar mínir væru. Þetta hefur nú verið svolítið skrítið ár hjá okkur því við kvöddum Nenný ömmu Ástvalds og svo pabba. Það sem mér finnst þau hafa átt sameiginlegt er að það stafaði frá þeim svo mikil hlýja. Nenný náði að halda sínum karakter fram í andlátið en pabbi var kominn dálítið langt inn í sig og ósáttur við að geta ekki séð um sig sjálfur og þurfa að vera upp á aðra kominn. Það er svo skrítið að þó að hann hafi ekki verið mikill bógur síðustu ár og að stundum hafi hlutverkin snúist við þá fann ég mikinn styrk í honum og ég vissi alltaf hvað honum fannst vænt um mig og var mér þakklátur. Ég upplifði barnslega gleði þegar ég hafði skroppið í burtu í einhverja daga og kom aftur - þá fékk ég alltaf svo fallegt bros frá honum. Ég var spurð að því um daginn hvers ég saknaði mest, því ég sakna hans mikið og eftir smá umhugsun svaraði ég því til að það væri hans hlýja nærvera og ég get bætt við núna að það var líka frábært að eiga svona sterkan bandamann, sem aldrei á ævi minni sagði við mig styggðaryrði eða skammaði mig (og hefur nú stundum ekki verið vanþörf á).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1566

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband