Mjólk - nei takk!

Ekki gerði kókos"bollan" sem ég fékk mér í gærkvöldi mikið fyrir mig, hafði ekkert fitnað í framan þegar ég leit í spegil í morgun. Fæ mér kannski aðra í kvöld og sé hvort það breytir einhverju. Það hefði kannski breytt einhverju hefði ég borðað hamborgara í kvöldmat en ekki steikt grænmeti á pönnu með brúnum hrísgrjónum og spínatsalati með furuhnetum. Maginn á mér hefur gert nokkrar uppreisnir og hann sættir sig ekki við mikið drasl og ég er hætt að nenna að láta mér líða illa - nema stundum og þá er ég alveg meðvituð um það vegna þess að ég veit orðið hvað ég þoli og hvað ekki. Mér var illt í maganum á hverjum degi frá því ég var krakki og þar til ég hætti að borða mjólkurvörur en það var ekki mikið talað um mjólkursykuróþol þegar ég var að alast upp og mjólkin var drukkin í lítratali fyrir utan súrmjólkina og skyrið sem rann ljúflega niður, hrært skyr með miklum sykri - eigum við að ræða það eitthvað frekar! Magapínan var bara þarna og ég hélt örugglega að hún ætti bara að vera þarna þar til fyrir nokkrum árum að mér fannst þetta ekki orðið ásættanlegt og lét athuga málið. Það er því ansi langt síðan ég hef drukkið mjólkurglas (fannst t.d. mjólk og súkkulaði unaðslegt) og drekk mitt sojalatte af bestu lyst!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, ég snerti ekki nú orðið mjólkurvörur, lygi að hluta til, elska ost en verður illt af honum.  Nei sem barn var maður hvattur til að þamba mjólk, fólk vissi ei betur þá.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1566

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband