Hvað skiptir máli?

Ég hef tekið eftir því undanfarið að mér finnst ákveðnir hlutir mega sín óskaplega lítils í samanburði við aðra. Sem dæmi gerði ég mistök um daginn í fyrirtækinu mínu sem varðaði einn kúnnann og hann varð vægast sagt fúll við mig eða eins og hann orðaði það: "Ég er ekki ánægður". Ég er nú ekki þekkt fyrir að vera mjög dipló og umburðarlyndi er ekki orð sem ég býst við að verði mikið notað í minningargreinum um mig, en ég baðst afsökunar og innilegrar afsökunar - þó þetta hafi verið svona skriffinskumistök sem höfðu engar afrifaríkar afleiðingar í för með sér, nema bara þær að hann varð ekki ánægður. Á meðan ég var að biðjast afsökunar (mér fannst þetta í alvöru leiðinlegt) þá hugsaði ég með mér að vonandi lenti hann ekki í meiriháttar áföllum í lífinu, því ég byði ekki í hvernig hann myndi bregðast við því ef þetta færi svona illa með hann. Það má ekki gera lítið úr því sem fólk glímir við en undanfarið finnst mér svona hlutir einhvern veginn svo mikið húmbúkk miðað við t.d. erfið veikindi, kynferðislega mistnotkun og annað ofbeldi sem margir þurfa að búa við svo árum skiptir...og ef ég fer að hugsa út í heim þar sem fátækin og stríðsvofan vomir yfir daglega, þá skipta svo fáir hlutir virkilega máli í sambanburðinum. Þannig að ég hunsa orðið mikið til eitthvað væl í sjálfri mér eða tala "móðurlega" til mín og segi: "Gyða mín, hugsaðu um alla þá sem virkilega eiga bágt og eru að berjast fyrir lífi sínu þessa stundina" og svei mér þá ef þetta er ekki að virka. Ég veit að hugleiðslan og lífsstíllinn eykur samkennd og ýtir undir umburðarlyndi, sem mér finnst sterkt í zen búddisma en ef það er að skila sér af púðanum og út í lífið sjálft, þá biður maður ekki um meira.
...Hlæ inni í mér núna því ég man eftir atviki þar sem mér leið mjög illa og píslarvotturinn hafði yfirhöndina þá stundina...ég var að tala við góðan vin í síma sem benti mér á hvað ég gæti verið þakklát fyrir að ég væri heilbrigð, ætti heilbrigt barn, hefði góða vinnu o.s.frv. Ég man bara að í miðri upptalningu sagði ég bless og skellti á því þetta var svo innilega ekki það sem ég þurfti að heyra og fór að hágráta á eftir yfir skilningsleysi vinarins yfir því hvað ég átti bágt!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehehe, já, maður hefur gott af því að hugsa um alvöruerfiðleika sem aðrir þurfa að ganga í gegnum þegar maður fárast yfir einhverju smáatriði! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 2834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband