Get ekki sagt nei

Það er svolítið skondið, því flestum sem þekkja mig finnst ég vera
frekar ákveðin manneskja sem segi hug minn allan, að ég er t.d. alls
ekki eins ákveðin þegar kemur að m.a. pössun á barnabarninu. Ég á bara
mjög erfitt með að neita dóttur minni um pössun. Ég segi mjög sjaldan
nei og reyni yfirleitt allt hvað ég get til að geta orðið við bón
hennar. Hún er reyndar ekki alltaf að biðja um pössun en það má segja
að þetta hafi verið samvinnuverkefni þar sem við búum öll í sama húsi.
Ég er t.d. alveg hundþreytt núna og hún bað mig í gær um að passa í
kvöld og nótt og ég sagði að ég gæti það ekki, yrði að hvíla mig aðeins
þar sem ég væri útkeyrð. En nú er ég auðvitað búin að bjóðast til að
passa svo litla barnið mitt geti haldið upp á afmælið sitt, varð 23 í
vikunni. Mér finnst auðvitað alveg dásamlegt að hafa Gunnar litla hérna
(er reyndar mjög stór strákur) og það er fátt notalegra en að fara á
fætur á sunnudagsmorgni og borða nýbakaðar vöfflur, sem Gunnar bakar
með afa sínum. Það er heldur ekki verri tilfinning að vera að gefa
honum hollt nammi því auðvitað er um að ræða speltvöfflur án sykurs og
svo fær hann lífrænt ræktaða náttúrulega sykraða bláberjasultu ofaná og
smá rjóma auðvitað! Við erum mjög upptekin af matarræðinu, erum búin að
vera að breyta því hægt og rólega á síðustu árum en tókum svo stökk í
vetur og tókum út hveiti, hvítan sykur og ger. Það er vinna að gera
þetta en mér finnst árangurinn þess virði. Það er reyndar mun
fljótlegra að baka brauð og vöfflur heima heldur en að fara út í
bakarí, það tekur án gríns 5 mínútur að hræra saman í brauðið og henda
því inn í ofn. Jú, þú þarft að bíða eftir því í tæpan hálftíma en ég
get lofað ykkur því að það er þess virði! Halelújah!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skil þig vel að þú eigir erfitt með að segja nei. Allt í einu eru þau orðin stór og þurfa ekki ömmufaðm, eins og núna, og nenna ekki að hlusta á sögur! Mikið hlakka ég til að verða amma! Þú ert bara svo ung, mér finnst svo fyndið að þú skulir vera orðin amma ... hahahahahhaha! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband