Flensa eða ekki flensa!

Ég kann ekki að vera veik, ekki nema þegar ég fæ inflúensu en hana hef ég sem betur fer ekki fengið í nokkur ár. Ég veit ekki afhverju ég læt það stundum pirra mig þegar fólk segist alltaf (ok oftast) vera með flensu þegar það veikist eitthvað. Flensa er bara orðið annað orð yfir það að vera veikur finnst mér. Það liggja margir veikir núna en það hafa ekki greinst mörg inflúensutilfelli og það leynir sér ekkert þegar hún stingur sér niður - síðast hélt ég virkilega að ég væri að deyja (hefur kannski pínulítið með dramatík að gera og sjúkdómahræðsla getur væntanlega spilað eitthvað inní þetta). Þetta er nú ekki þess virði að pirra sig yfir en ég fæ stundum óstjórnlega löngun til að útskýra fyrir fólki sem er veikt hver einkenn flensu séu og spyr kannski og það dáldið fruntalega hvort það sé með yfir 40 stiga hita, svæsna hálsbólgu og geti vart reist höfuð frá kodda! Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að maðurinn minn kallar mig KR-ing, ég sé stundum svo svört og hvít, sem er reyndar alveg hárrétt hjá honum.

Ég er sem sagt veik núna - tek það fram að ég er ekki með flensu eða flensuskít eins og sumir segja og fær mig til að gleypa extra mikið loft. Ég er að reyna að taka því rólega en finnst að fyrst ég er heima þá ætti ég nú að setja í vél, ganga frá hreinum þvotti, strjúka yfir gólfin o.s.frv. Ég er að æfa mig í að sleppa og vera ekki alltaf með heimsins áhyggjur á herðum mér og stundum hálfpartinn aðrar manneskjur. Pabbi er t.d. veikur og ég er alveg ómöguleg að geta hreinlega ekki tekið sársaukann frá honum. Hann segir aldrei neitt við starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu og svo er ég að reyna að tala fyrir hann og er misjafnlega vel tekið því sumt starfsfólk heldur að ég sé að segja að það vinni störf sín ekki nægilega vel. Það er alls ekki það og ég reyni að vera eins kurteis og ég get en ég er stundum að reyna að segja að ég þekki hann orðið vel og hann segir mér t.d. að honum líði ekki vel en segir öðrum að það sé í lagi með hann. Hann er alveg ferlegur þetta yndi - hann reyndi að telja mér trú um að hann þyrfti bara aðeins að hvíla sig og sofa óværuna úr sér en þá hafði hann fengið heilablóðfall. Hann reyndi líka að sannfæra lækna slysó að það væri allt í lagi með hann, en þá fékk óhemjan ég nóg og spurði lækninn hvort hann sæi virkilega ekki, bara með því að horfa á þjáningarsvipinn á andliti mannsins fyrir utan svipinn sem birtist þegar hann var að hreyfa hann til, að það væri eitthvað mikið að. Þeir sættust á að senda hann í myndatöku og það kom í ljós að hann var mjaðmagrindarbrotinn og fór í aðgerð daginn eftir.
Sem betur fer hef ég hitt miklu fleira hjúkrunarfólk sem er gott í því sem það er að gera en hina en þeir setja samt alltaf svartan blett á störf hinna, því miður og gera það að verkum að traustið minnkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flensa er orðið samheiti yfir kvef og slappleika, það er hárrétt hjá þér! Sumir kalla t.d. allt vín brennivín ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.2.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband