16.2.2007 | 09:48
Að missa sig
Las bloggfærslu ibbu sig um hláturskast í beinni útsendingu sem ýtti á einhverja takka hjá mér og upp rifjuðust ýmis köst sem gerðust sem betur fer í útvarpi en ekki sjónvarpi. Eina sem ég man eftir frá sjónvarpinu var þegar Tindur í útsendingunni setti mig í mynd (þegar ég var þula í þrjár mínútur eða svo) þar sem ég hálflá í stólnum (auðvitað í gallabuxum en einhverju meira tilheyrandi að ofan) með textablaðið í hendi. Þá voru stundum myndir frá þáttunum hafðar á skjánum en þulan las undir en af helberum kvikindisskap (sem ég auðvitað hafði gaman af) setti Tindur mig í mynd.
Ég var mjög óhefluð þegar ég byrjaði í útvarpi en ferillinn hófst með auglýsingalestri á Stjörnunni gömlu og góðu árið 1987 (algjörlega frábær tími). Ég var algjör trúður og fannst alveg tilheyrandi að lesa auglýsingarnar með færeyskum hreim ef ég var í þannig stuði og svo fékk ég hláturskast af minnsta tilefni eins og t.d. eftir að ég auglýsti 10 tommu vörubíl-átti víst að vera 10 tonna en hver sér muninn? Einhvern tíma stjórnaði ég spurningaþætti á Rás 2 og man einmitt eftir því að Gurrí (sögur úr himnaríki) var einn af keppendunum. Ég var að útskýra reglurnar sem ég man nú ekki alveg hverjar voru nema að ég ætlaði að segja að það væri betra að skjóta heldur en þegja en mismælti mig aðeins og sagði að ef keppendur vissu ekki svarið væri betra að skjóta sig!
Af algjöru hugsunarleysi spilaði ég lagið Road to hell eftir að ég óskaði Bjarna Tryggvasyni geimfara góðrar ferðar út í geiminn og einhvern tíma las ég upp tilkynningu um týnda stelpu (rétt áður hafði ég hent í tæknimanninn flýti diski með bítlunum og sagði eitthvað lag...bara númer sex) og brá heldur í brún þegar lagið fór af stað og fyrsta sem heyrðist var You´re gonna loose that girl...
Lísa Páls hefur líka átt nokkur góð mismæli - einu sinni kynnti hún viðmælendur svona:"Hingað eru komnir tveir bræður og sonur þeirra" og í annað skipti þegar hún var að fara yfir hvað væri á döfinni sagði hún:"...og þeir sem ætla að svetta úr skaufanum um helgina..." það var meira að segja endurflutt áður en einhver tók eftir að það var eitthvað sem kannski passaði ekki alveg...
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.