...og missa sig meira

Eftir á að hyggja finnst mér það ótrúlegt að bara einu sinni hafi ég verið skömmuð (man örugglega bara ekki eftir hinum skiptunum) en það var þegar við Magga Blö vorum með kvöldþætti á Rás 2 (get alls ekki munað hvað þeir hétu). Það vita þeir sem hafa heyrt og séð Margréti að störfum að þar fer enginn trúður þó vissulega hafi hún góðan húmor og hún hafði yfirleitt meiri stjórn á sér. Það gerðist hins vegar eitt kvöldið að við komumst ekki lengra en að bjóða gott kvöld en þá brast eitthvað og við fengum óstjórnlegt hláturskast. Sem betur fer í útvarpi er nú hægt bara að loka fyrir og spila eitt lag og koma svo aftur inn en það var ekki að ganga þetta kvöld því um leið og við opnuðum aftur fyrir hljóðnemann fengum við kast....þetta var fyndið fannst okkur í fyrsta og kannski annað skiptið en svo var þetta bara alls ekkert fyndið en það tók okkur þó nokkurn tíma að ná stjórn á okkur og við orðnar hálf hysterískar. Mér fannst nú reyndar dáldið fyndið þegar ég var í útsendingu á Rás 2 strax eftir hádegisfréttir og hlustendum var boðið að hringja inn í einhverja getraun - Eitthvað skolaðist símanúmerið til hjá mér og ég gaf óvart upp símanúmerið hjá vinkonu minni (sem var á þeim tíma að lesa undir próf í tannlæknadeildinni) sem hafði ekki eins mikinn húmor fyrir því akkúrat þá því síminn hringdi auðvitað látlaust og allir vildu gefa henni rétta svarið við getrauninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku frænka, en gaman!!! Þar sem ég var að vafra á netinu, "datt" ég inná síðuna þína...  Er ekki alveg kominn tíma á að allt liðið fari að hittast?

Risaknús,  Gyða frænka

Gyða Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaha, brilllllljant!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 00:34

3 identicon

Hæ Gyða.   Hér datt ég inn alveg óvart bara! þú ert nú bara svoldið fyndin (eða varst það allavegana)  gamanaðissu!

laulau (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband