19.2.2007 | 15:13
Hvað er x-factor?
Jæja, þá er miðaldra konan búin að fara í ræktina svona rétt til að reyna að lyfta brjóstunum aðeins upp (sem gerist ekki) og koma í veg fyrir að það sjáist ekki munur hvar rassinn endar og lærin byrja...og svo kenndi ég einn jógatíma, ekki síst til að auðga andann, ná slökun svo ég missi nú ekki stjórn á mér næst þegar einhver segir að ég sé miðaldra!!!
Sá í Fréttablaðinu í dag að Einar Bárðar er brjálaður yfir því að Siggi hafi dottið út í X-factor. Ég er reyndar ekki alveg að ná þessari keppni og allra síst dómurunum. Mér finnst það gleymast að þetta snýst um að hafa x-factor, sem snýst um meira en að hafa góða söngrödd og hvað þá hvort dómararnir fíli lagið sem keppendur flytja. Lagaval skiptir máli en ef þú hefur x-factor þá geturðu nánast sungið bíbí og blaka og hrifið fólk með þér. Mér finnst þessi keppni farin að snúast um hver getur þanið sig mest og það á við bæði GÍS og Sigga. Less is more segir einhvers staðar og ég held að það kæmi keppendum til góða að hafa það í huga! Ég var reyndar alveg sammála Palla þegar hann sagði að honum fyndist hann alltaf hafa verið að hlusta á sama lagið hjá Sigga en það er hins vegar óumdeilanlegt að hann hefur góða rödd - mér finnst hann hins vegar ekki hafa sama x-factor og GÍS sem ég vona að þenji sig minna næst. Keppnin mætti vera aðeins meira professional, dómararnir eru of heimilislegir og svei mér ef það vantar ekki bara einhvern x-factor í þessa keppni!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ellý benti svo réttilega á það fyrir einni eða tveimur vikum að X-Factorinn skipti máli, ekki hvort einhver syngi sætt eða flott ... bara viðkomandi þyrfti að hafa þetta sérstaka sem sker viðkomandi úr hópnum. Ég hef horft allt öðruvísi á þáttinn síðan og var ekki ósátt við úrslitin þótt mér hafi ekki þótt Siggi sístur, nokkrir þarna hefðu alveg mátt fara frekar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.