23.2.2007 | 22:43
Það er padda í matnum!
Ég og hundurinn liggjum í sófanum og horfum á x-factor (hundurinn reyndar steinsofandi og ég skil hann ágætlega). Mér finnst þessi keppni ekki ná flugi og er ferlega ósátt við dómarana, þeir eru keppnismenn og keppa innbyrðis og það bitnar stundum með ósanngjörnum hætti á keppendum því oft eru þeir að reyna að ná höggi hver á öðrum. Mér finnst þeir bara ekki nógu professional á köflum. Veit ekki hvernig ég nenni að vera að pæla í þessari keppni en maður er nú bara ekki betur gefinn en þetta. Það vantar enn x factorinn í keppnina en færeyingurinn - ég vann - er pottþéttur, minnir mig á jamie cullum og hlakka til að heyra hann syngja jassballöður í framtíðinni.
Ætti að vera kátari eftir að hafa borðað uppáhaldsmatinn minn, taílenskan, og það frá Ban Thai. Það er ekki hægt að fá betri taílenskan mat keyptan hér (á reyndar eftir að fara til Boga og hans konu á Álftanesinu). Náum okkur reglulega í mat á Ban Thai og NaNa thai, sömu eigendur (eiginkonan eldar á Laugaveginum en maðurinn í Skeifunni). Mæli með Tom ka kai súpunni, Massaman kjúklingi og auðvitað Pad Thai núðluréttinum. Við keyptum einhvern tímann mat á taílenskum skyndibitastað og þegar við vorum að byrja að borða heima sáum við eitthvað hreyfast í matnum - ojoj. Ástvaldur hringdi á staðinn og sagði að það væri padda í matnum. "Já, pad thai - hvað mikið" sagði sú sem svaraði í símann á ekki svo mjög góðri íslensku. "Nei, það er PADDA í matnum," sagði Ástvaldur og fékk sama svarið. There´s a bug...byrjaði hann og fékk svarið:"þú tala bara íslensku, ég skilja". Á eftir fylgdu ýmis orð frá Ástvaldi yfir hin ýmsu skordýr en allt kom fyrir ekki, konan var alveg viss um að hann væri að reyna að panta pad thai! Þó ég hafi verið með velgju eftir þessa skyndilegu hreyfingu í matnum þá lá ég á þessu stigi á gólfinu í hláturskasti og þetta endaði með því að Ástvaldur kvaddi og konan var enn að bíða eftir að heyra hvað hann vildi pad thai fyrir marga!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Gyða, ég komst í bloggið þitt gegnum Guðríði Haraldsdóttur, bloggvin þinn. Ég var líka að horfa á x faktor með öðru auganu og var mjög sátt við hver fór heim. Önnur Gís-stelpan er nefnilega náskyld mér og ekki getur maður svikið lit, eða hvað?
Mikið er ég sammála þér um Ban Tai, það er langbesti tælenski staðurinn í Reykjavík, hef reyndar ekki prufað þennan í Skeifunni. Góð sagan um Ástvald og tælensku konuna, ég hef lent í þessu sjálf og veit hvað það er óþolandi þegar veitingastaðir bjóða manni bara uppá starfsfólk sem skilur ekki rassgat.
Vilborg Valgarðsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.