27.2.2007 | 21:45
Fyrirgefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu....
Dóttir mín var að gera grín að mér í dag þegar ég sagði við vinkonu
mína að "við" þyrftum að láta klippa Gunnar. "Við, sem eigum hann,"
sagði hún en ég tala stundum eins og ég sé líka mamma hans (sem ég er í
raun ef við sleppum þessu emmi þarna fyrst). Sem betur fer hefur dóttir
mín góðan húmor og ótrúlega góða lund, sem hefur oft bjargaði henni í
þessu nábýli okkar (hljómar eins og dauðadeild). Ég get auðvitað verið
algjörlega óþolandi, sérstaklega þegar kemur að því hvað þau eigi að
gefa barninu að borða og hvað þau sjálf eigi að láta ofan í sig. Ég man
eftir þvi að hafa hringt niður til þeirra, þegar pizzasendillinn kom
einu sinni óvart á efri hæðina, til að vera viss um að þau myndu ekki
gefa Gunnari þennan óþverra! "Hringir hverfislöggan," segja þau þegar
ég hringi og skammast sín ekki einu sinni fyrir það. Það er nefnilega
spurning hver á að skammast sín og ég hef oft beðið þau fyrirgefningar
og beðið þau um að taka hóflegt mark á mér þegar ég er í ham (þó
auðvitað sé allt rétt sem ég segi). Og talandi um fyrirgefningu - Ég
man eftir þættinum Fyrirgefðu sem Felix Bergsson var með á Skjá einum
um árið. Mér varð einhvern tímann hugsað til þess að ég hefði þurft
heila þáttaröð til að koma öllum mínum fyrirgefningarbeiðnum á
framfæri. Það er nú bara þannig að ég var hrikalega stríðin og
hömlulaus á köflum (sérstaklega þegar ég drakk, sem var nú ein af
ástæðunum fyrir því að ég hætti fyrir 10 árum, nánar tiltekið 1. mars
1997). Ég talaði hreinlega tungum þ.e. tungan talaði einhvern veginn
alveg sjálf án þess að ég stjórnaði hvað hún sagði og ég var stundum
ótrúlega hissa á því hvað kom út úr mér og ég hefði stundum gleypt
tunguna hefði ég getað. Þetta hefur lagast mjög mikið, svo mikið að ég
hef ekki séð lengi hræðslusvip á andlitum fólks þegar það nálgast mig.
Þegar ég hugsa til baka þá byrjaði þetta löngu áður en ég byrjaði að
drekka - vinkona mín hitti eitt sinn kennarann okkar frá því í
grunnskóla, sem var að spyrja hvað við værum að bardúsa vinkonurnar.
Þegar hún sagði henni að ég væri farin að vinna í útvarpi sagði
hún:"Mikið óskaplega er ég fegin að hún fær loksins borgað fyrir
að tala." Svo mörg voru þau orð en ég segi bara - fyrirgefðu!
mína að "við" þyrftum að láta klippa Gunnar. "Við, sem eigum hann,"
sagði hún en ég tala stundum eins og ég sé líka mamma hans (sem ég er í
raun ef við sleppum þessu emmi þarna fyrst). Sem betur fer hefur dóttir
mín góðan húmor og ótrúlega góða lund, sem hefur oft bjargaði henni í
þessu nábýli okkar (hljómar eins og dauðadeild). Ég get auðvitað verið
algjörlega óþolandi, sérstaklega þegar kemur að því hvað þau eigi að
gefa barninu að borða og hvað þau sjálf eigi að láta ofan í sig. Ég man
eftir þvi að hafa hringt niður til þeirra, þegar pizzasendillinn kom
einu sinni óvart á efri hæðina, til að vera viss um að þau myndu ekki
gefa Gunnari þennan óþverra! "Hringir hverfislöggan," segja þau þegar
ég hringi og skammast sín ekki einu sinni fyrir það. Það er nefnilega
spurning hver á að skammast sín og ég hef oft beðið þau fyrirgefningar
og beðið þau um að taka hóflegt mark á mér þegar ég er í ham (þó
auðvitað sé allt rétt sem ég segi). Og talandi um fyrirgefningu - Ég
man eftir þættinum Fyrirgefðu sem Felix Bergsson var með á Skjá einum
um árið. Mér varð einhvern tímann hugsað til þess að ég hefði þurft
heila þáttaröð til að koma öllum mínum fyrirgefningarbeiðnum á
framfæri. Það er nú bara þannig að ég var hrikalega stríðin og
hömlulaus á köflum (sérstaklega þegar ég drakk, sem var nú ein af
ástæðunum fyrir því að ég hætti fyrir 10 árum, nánar tiltekið 1. mars
1997). Ég talaði hreinlega tungum þ.e. tungan talaði einhvern veginn
alveg sjálf án þess að ég stjórnaði hvað hún sagði og ég var stundum
ótrúlega hissa á því hvað kom út úr mér og ég hefði stundum gleypt
tunguna hefði ég getað. Þetta hefur lagast mjög mikið, svo mikið að ég
hef ekki séð lengi hræðslusvip á andlitum fólks þegar það nálgast mig.
Þegar ég hugsa til baka þá byrjaði þetta löngu áður en ég byrjaði að
drekka - vinkona mín hitti eitt sinn kennarann okkar frá því í
grunnskóla, sem var að spyrja hvað við værum að bardúsa vinkonurnar.
Þegar hún sagði henni að ég væri farin að vinna í útvarpi sagði
hún:"Mikið óskaplega er ég fegin að hún fær loksins borgað fyrir
að tala." Svo mörg voru þau orð en ég segi bara - fyrirgefðu!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt að hugsa um það Gyða mín! ég þarf ekki að drekka til að tungan fari bara að gjálfra þarna við varirnar á mér..... verst að fá ekki borgað fyrir að tala. Og ég sem var einmitt kölluð "Útvarp Reykjavík" þegar ég var lítil skotta
Laulau (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.