4.3.2007 | 21:24
Hratt flýgur stund
Enn ein helgin að fljúga framhjá, mér finnst dagarnir einum of fljótir að líða, sérstaklega helgarnar. Reyndar hefur heilmargt gerst um helgina, m.a. tók Nói þátt í hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal og hreppti þar annað sætið. Hann byrjaði mjög vel en var undir lokin búin að tapa einbeitingunni og hafði meiri áhuga á að skoða hundana í kringum sig en að standa kyrr og stara út í loftið (og auðvitað biða eftir namminu sem því fylgir að standa kyrr). Við sátum í áhorfendastúkunni og fylgdumst með því við vorum svo heppin að fá hana Erlu til að sýna hann og stóð hún sig með mikilli prýði og það gerði Nói líka!
Í dag fórum við á annars konar sýningu, nefnilega leiksýningu. Við hjónin fórum með barnabarnið svo og tvö önnur að berja þá Karíus og Baktus augum. Leikritið tekur aðeins hálftíma í sýningu sem mér finnst aðeins of stutt, við rétt búin að drösla öllum inn, klæða úr úlpum, húfum o.s.frv. þegar nammigrísirnir kvöddu. Börnin höfðu mjög gaman af þessu og þá var nú tllgangnum náð. Ömmubarnið var kannski ekki alveg að ná boðskapnum því það fyrsta sem hann bað um að leiksýningu lokinni var sleikjó!
Við vorum svo með 12 manns í mat, fjölskyldu Ástvaldar og matseðillinn var einfaldur - Lasagna, salat og brauð og ís á eftir - málið dautt. Notaleg stund og góður dagur.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.