Lífið er hverfult!

Jæja, þá er nú Íslandsmót iðnnema að bresta á en það verður haldið á föstudaginn í Kringlunni. Mæli með að kíkja á það - 75 keppendur munu þar glíma við alls konar verkefni allan daginn. Það verður auðvitað léttir þegar það er yfirstaðið því þetta hefur verið ansi mikil törn þó ég hafi nú gaman af svona skipulagningu. Þetta hefur bara verið svolítið fyndið...hamast á skrifstofunni á morgnana og síðan stokkið út og brunað niður í Laugar í hádeginu og kennt jóga og svo aftur brunað á skrifstofuna. Ég sá þetta ekki alveg svona fyrir mér þegar ég tók að mér jógakennsluna, hélt að þetta yrði aðeins rólegra tímabil en þetta er nú alveg týpískt, hélt að ég væri búin að læra það en þá má nú bara vísa í síðustu færslu, þetta með holuna í götunni. Ég mæli með þessari bók, er nú ekki komin langt en þvílík gullkorn sem þar er að finna.

Lífið er svo hverfult - ég er með Kastljósið í gangi og var að horfa á viðtal við lítinn dreng sem kom systur sinni til bjargar þegar brjóstsykur hrökk ofan í háls hennar en móðir hans hafði tekið þátt í giftursamlegri björgun í fyrra held ég, sem sýnt var frá í Kastljósi í gær. Þar bjargaði hún, við annan mann, manni sem hafði farið í hjartastopp, með hárréttum viðbrögðum. Ég upplifði hverfulleikann svo sterkt þegar ég horfði á þetta og finnst svo mikilvægt að lifa lífinu "lifandi", að dvelja í andartakinu og eyða ekki tímanum til einskis! ...og er einnig áminning um að ég eigi að drífa mig á skyndihjálparnámskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband