Með þumalskrúfurnar á lofti

Vá, áttaði mig ekki á hvað ég hef verið lengi í burtu. Þetta er eins og með líkamsræktina, þegar maður hefur ekki farið í nokkra daga, hvað þá vikur, verður erfiðara að koma sér af stað...en hefst að lokum!
Íslandsmót iðnnema tókst mjög vel en ég verð að viðurkenna að ég var alveg búin eftir mótið, sérstaklega eftir að þramma um Kringluna í 10 tíma án þess að fara inn í eina einustu verslun. Mér finnst gaman að svona skipulagningu en ég á orðið erfiðara með að vinna svona skorpuvinnu þar sem skrokkurinn er í skralli. Það góða var að ég tók loksins ákvörðun um að ég vildi ekki hafa bak-og hálsverk lengur og pantaði mér tíma hjá Dr. Eyþóri, sjúkraþjálfara með meiru. Ég er búin að fara tvisvar til hans og ekki get ég sagt að það sé gott að vera hjá honum en það er gott að fara frá honum. Það eru örugglega margir sem ganga bognir inn til hans en koma út beinir í baki með bros á vör. Ég þarf að vera mjög dugleg að gera æfingar og vera meðvitum um hvernig ég sit, ligg og hreyfi mig en ég er tilbúin til að leggja mikið á mig til að koma þessu í lag.

Annars er ég búin að hafa það mjög gott, við skruppum hjónakornin til Osló um páskana og heimsóttum Dóru og fjölskyldu. Vorum litlir túristar en náðum nú að rölta um brygguna og sitthvað fleira. Var reyndar skítkalt (sérstaklega fyrir kuldaskræfur) en bjart og fallegt veður, vonandi fer að birta svona til hérna líka. Nói litli fór í pössun í fyrsta skipti og var foreldrum sínum auðvitað til sóma. Hann fagnaði okkur vel þegar við sóttum hann og það var notalegt að fá svona góðar móttökur.

Og afþví ég er í ham núna hef ég tekið aðra mikilvæga ákvörðun og hún er að klára B.A. ritgerðina mína fyrir sumarið. Fyrst ég druslaðist til að fara aftur í háskólann og klára öll fögin þá verð ég að setja punktinn yfir i-ið. Ég er búin að setja sjálfa mig í straff að öðru leyti, þ.e. ég má ekki byrja á neinu nýju og spennandi fyrr en ég er búin með ritgerðina, ekki fara á námskeið eða taka að mér ný verkefni - nú eru þumalskrúfurnar komnar á loft og settar á mig en ekki aðra. Þannig að í sumar mun ég á Ítalíu skála í einhverjum unaðslegum ávaxtadrykk fyrir 5 ára brúðkaupsafmælinu og ritgerðinni! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Það er satt kona góð, þú stendur þig engan veginn nægilega vel í blogginu. En fimm ára brúðkaupsafmæli!!! Klikkun hvað tíminn líður.

Ibba Sig., 19.4.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Gyða Dröfn Tryggvadóttir

og ekki nóg með það, ég er 44 ára í dag. Myndin af þér er dáldið villandi - hélt að einhver væri að "stalka" mig áður en ég komst að hinu rétta um þig mín góða. Hvernig væri að þú druslaðist yfir hæðina í kaffi áður en ég flyt. Það er ekki víst að ég flytji úr firðinum þó.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 20.4.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband