20.4.2007 | 12:34
Í tilefni dagsins...
Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj´á mig látinn
- þá láttu mig fá hann strax.
Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en - segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en - mér kæmi hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´u að breiða yfir brestina mína,
þá breidd´yfir þá í dag.
Er búin að vera að leita að þessu ljóði, átti það, týndi því en fann aftur þegar ég var að fara í gegnum gamla dótið hans pabba. Mér finnst þetta ljóð tær snilld en veit ekki hver höfundurinn er. Þetta er áminning um að við höfum aðeins andartakið - við vitum bara ekkert hvað er í gangi á morgun.
Annars eru liðin 44 ár í dag síðan ég var fædd í þennan heim. Það gerðist hratt og er kannski skýringin á því hversu hratt ég hugsa, tala og framkvæmi en mér finnst alltaf jafn merkilegt að eiga afmæli og skil aldrei afhverju það eru ekki allir jafn uppteknir af því og ég, þ.e. að ég eigi afmæli! Dálítið svona ég, um mig, frá mér, til mín en ég á nú bara afmæli einu sinni á ári. Og ef einhver les þetta, vinsamlega ekki benda mér á hver er líka fæddur þennan dag - ég mun aldrei gleyma því og grét úr mér augun á yngri árum yfir því rétt eins þegar Þórunn systir sagði við mig (þegar ég tók hástöfum undir með Bítlunum sem hún var með á grammófóninum) að þeir væru hættir og það fyrir nokkuð löngu síðan. Heimurinn gjörsamlega hrundi á þessu andartaki en ég elsaði þessa hljómsveit og kunni alla textana á tvöfalda rauða albúminu án þess þó að kunna orð í ensku enda ekki nema 9 ára. Svona er lífið hverfult!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að vera fyrst til að óska þér til hamingju hérna á blogginu.
Ibba Sig., 20.4.2007 kl. 12:54
Hæ elsku sæta mín (Fann þig, í mogganum)
Til lukku með daginn, var það ekki í fyrra eða hittifyrra sem ég var í þrítugsafmælinu þínu.
Láttu nú fólkið þitt stjana við þig og njóttu dagsins
Stórt knús og breitt bros frá Unni
Unnur Vald (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:15
Halló Gyða afmælisstelpa!! til hamingju með daginn (náði því rétt svoh) Ég er líka svona afmælisbarn, hef alltaf verið og mun alltaf verða (þó ég hafi nú bara síðast í dag verði að hóta einhverju öðru) á líka afmæli bara eftir 4 daga
Vona að þú hafir fengið allt það góða sem þú átt skilið á svona skemmtilegum degi.
Laulau (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:35
Til hamingju með afmæli, skvísa. :) Og ég sem hélt að þú værir 34ra ára!
Svala Jónsdóttir, 21.4.2007 kl. 00:05
Þetta orti Heiðrekur Guðmundsson.
"Heiðrekur Guðmundsson fæddist 5. september 1910 á Sandi í Aðaldal, Suður –Þingeyjarsýslu. Hóf nám að Héraðsskólanum að Laugum árið 1930 en neyddist til þess að hætta vegna veikinda. Vann lengst af til ársins 1939 að búi foreldra sinni en flutti þá til Akureyrar.
Hann var verkamaður á árunum 1940-1942, vann við verslunarstörf frá 1943-1968 og skrifstofumaður frá 1968. Hlaut listamanna styrk frá árinu 1947.
Hann lést 29. nóvember árið 1988."
Kveðja Kjartan
Kjartan Valdemarsson, 21.4.2007 kl. 13:54
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, VINKONA!
Fararstjórinn, 21.4.2007 kl. 21:37
Innilega til hamingju með ... uuuuu gærdaginn. Mundi samt eftir þér í gær.
Í dag á Elísabet II afmæli, skilst mér! Nema það sé opinberi afmælisdagurinn, eða er hann sá í júní? Mikið vildi ég að ég ætti tvo afmælisdaga.
Fjóla, gamla kisan mín sem þú þekktir nú, átti afmæli sama dag og þú!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:22
Æ, kærar þakkir elskurnar fyrir afmæliskveðjuna. Kjartan, takk fyrir þetta, það er ekki komið að tómum kofanum hjá þér minn kæri.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 23.4.2007 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.