Frumkvöðlastarf

Úff, þetta var nú meiri helgin. Hún var töff en sérdeilis ánægjuleg. Tvö matarboð, 25 nemendur tóku sitt fyrsta próf hjá Tónheimum og þrennir tónleikar þar sem um 80 nemendur Tónheima spiluðu á píanó og gítar fyrir foreldra, systkini, vini og vandamenn...og nánast engar nótur sáust á nótnaborðinu. Við vorum ótrúlega sæl að sjá öll þessi börn, það yngsta var fjögurra ára, koma upp á svið, og spila af fingrum fram eins afslöppuð og þau voru. Við erum harðákveðin í því næst að ná fullorðna fólkinu upp á svið enda eru flestir nemendur Tónheima fullorðið fólk og sá elsti sem tók Grænt próf á laugardaginn var 55 ára. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað Ástvaldur er að vinna mikið frumkvöðlastarf. Eins og hann sagði sjálfur í gær, þá óraði hann ekki fyrir þessu þegar hann var að kenna í bílskúrnum um árið. Á síðustu 5 árum hafa Tónheimar vaxið og út hefur komið fyrsta kennslubókin (í seríu af þremur), ný rytmísk námskrá hefur litið dagsins ljós og í allan vetur hefur hann verið að þróa netstuðning í tónlistarnámi og tekið í notkun nýjan kennsluvef. Þú mætir í tíma og áður en þú ferð heim hefur kennarinn tekið upp á tölvu, t.d. lag sem þú ert að æfa þig á. Svo þegar þú kemur heim og manst auðvitað ekki hvernig þú áttir að gera, þá ferðu á netið og inn á kennsluvefinn og horfir á leiðbeiningarnar sem kennarinn gaf í tímanum - tær snilld og Ástvaldur fær 10 stig frá mér í dag þrátt fyrir að ég hafi getað sagt honum hver afmælisgjöfin væri áður en hann rétti mér hana. Samt lagði ég mig sérstaklega fram um að pæla ekkert í því og hunsaði hann algjörlega þegar hann spurði hvað ég vildi. Ég vissi að hann vissi að mig langaði í ipod þannig að ég sagði það þegar hann spurði en hafði samt reynt að verjast því að svara en ég sá að hann ætlaði ekki að láta mig hafa pakkann nema ég svaraði þannig að ég sagði bara: "það stendur Apple á honum" og ég hef sjaldan séð hann glenna meira upp augun en þegar hann át upp orðið "Apple" . Krúttlegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband