24.4.2007 | 21:23
...áhyggjulaust ævikvöld!
Skrítið hvernig við getum séð hlutina í svona svakalega mismunandi
ljósi - er að horfa á blessuðu stjórnmálamennina og konurnar í
sjónvarpssal og mér finnst alveg eins hægt að spila bara upptökur frá
síðustu eða jafnvel þar síðustu kosningum. Ég hef það ekki slæmt og er
í góðum málum en ég veit hins vegar að það er víða pottur
brotinn, sérstaklega í velferðarkerfinu, vegna þess að ég á aldraðan
föður og hef þurft að horfa upp á hans þrautagöngu sem gamall maður,
sem á að mínu viti að eiga náðuga daga í lok dags eins og þar segir.
Hann hefur, eins og gjarnan gerist ef við veikjumst og auðvitað
eldumst, þurft á aukinni aðstoð að halda og mér finnst
heilbrigðiskerfið hafa algjörlega brugðist. Í fyrsta lagi var hann á
dvalarheimli í mörg ár á meðan hann átti í raun að vera á
hjúkrunarheimili en það losnaði bara aldrei pláss. Það var ekki fyrr en
hann var búinn að dvelja 2 x einn og hálfan mánuð á spítala með stuttu
millibili og við virkilega orðin fúl, að hann fékk pláss á
hjúkrunarheimili. Það var ömurlegt að þurfa að horfa á hann á gangi
slysadeildar, ósjálfbjarga, í 12 tíma eftir að hafa dottið niður
stigann á dvalarheimilinu áður en ákvörðun var tekin um að leggja hann
inn. Sökum plássleysis og að "læknarnir gátu ekkert séð að honum"
þó hann gæti varla stigið í fæturnar og hvað þá komist á klósett án
hjálpar, var hann sendur heim tveimur dögum síðar. Það var ömurlegt að
horfa upp á hann enda var hann kominn upp á spítala tveimur dögum síðar
eftir að hafa kastað upp í 8 tíma (og auðvitað eyddi hann deginum á
slysadeildinni áður en hann var lagður inn) og þá fannst nú reyndar
ýmislegt sem læknum hafði sést yfir nokkrum dögum áður, m.a. að hann
var með sprungna æð í maganum, brákaður og með mikla sýkingu sem ég
uppgötvaði síðar að hafði valdið þessari miklu vanlíðan í marga mánuði.
Ég var alltaf á varðbergi og þurfti oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar að berjast fyrir því að hann yrði ekki sendur heim og fékk sem
betur fer hjálp frá dvalarheimilinu því auðvitað var mikið á
starfsfólkið þar lagt að taka aftur og aftur á móti einstaklingi sem
þurfti mun meiri aðstoð heldur en boðið var uppá og flest starfsfólkið
hafði hvorki menntun né þjálfun til að sinna. Okkur var ráðlagt að
sækja um hjúkrunarheimili út um allt, m.a. á Suðurnesjum og fyrir
austan fjall. Það hefði þýtt að fjölskyldan hefði þurft að ferðast
dágóða stund til að heimsækja gamla manninn og augljóst að
heimsóknirnar hefðu orðið færri heldur en raun ber vitni. Pabbi gamli
hefur búið í Kópavoginum síðan hann og mamma byggðu þar hús uppúr 1950
en þar getur hann því miður ekki endað sína ævi eins og hann hefði
kosið því hann fékk ekki pláss á hjúkrunardeild þrátt fyrir að hafa
beðið í mörg ár eftir því. Fyrir mér er þetta spurning um forgangsröðun
í hinu pólitíska landslagi - ég veit ekki hvort vinstri stjórn getur
gert betur en ég bara veit að það eru til nægir peningar, þeir fara
bara ekki í að byggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Ég hef oft hugsað
að mér finnist það ekki fýsilegur kostur að eldast ef þetta er það sem
bíður mín. Þetta er líka spurning um viðhorf og það snýr að okkur öllum
að huga betur að þeim sem eldri eru og gleyma okkur ekki í erli
dagsins...við höfum bara andartakið!
ljósi - er að horfa á blessuðu stjórnmálamennina og konurnar í
sjónvarpssal og mér finnst alveg eins hægt að spila bara upptökur frá
síðustu eða jafnvel þar síðustu kosningum. Ég hef það ekki slæmt og er
í góðum málum en ég veit hins vegar að það er víða pottur
brotinn, sérstaklega í velferðarkerfinu, vegna þess að ég á aldraðan
föður og hef þurft að horfa upp á hans þrautagöngu sem gamall maður,
sem á að mínu viti að eiga náðuga daga í lok dags eins og þar segir.
Hann hefur, eins og gjarnan gerist ef við veikjumst og auðvitað
eldumst, þurft á aukinni aðstoð að halda og mér finnst
heilbrigðiskerfið hafa algjörlega brugðist. Í fyrsta lagi var hann á
dvalarheimli í mörg ár á meðan hann átti í raun að vera á
hjúkrunarheimili en það losnaði bara aldrei pláss. Það var ekki fyrr en
hann var búinn að dvelja 2 x einn og hálfan mánuð á spítala með stuttu
millibili og við virkilega orðin fúl, að hann fékk pláss á
hjúkrunarheimili. Það var ömurlegt að þurfa að horfa á hann á gangi
slysadeildar, ósjálfbjarga, í 12 tíma eftir að hafa dottið niður
stigann á dvalarheimilinu áður en ákvörðun var tekin um að leggja hann
inn. Sökum plássleysis og að "læknarnir gátu ekkert séð að honum"
þó hann gæti varla stigið í fæturnar og hvað þá komist á klósett án
hjálpar, var hann sendur heim tveimur dögum síðar. Það var ömurlegt að
horfa upp á hann enda var hann kominn upp á spítala tveimur dögum síðar
eftir að hafa kastað upp í 8 tíma (og auðvitað eyddi hann deginum á
slysadeildinni áður en hann var lagður inn) og þá fannst nú reyndar
ýmislegt sem læknum hafði sést yfir nokkrum dögum áður, m.a. að hann
var með sprungna æð í maganum, brákaður og með mikla sýkingu sem ég
uppgötvaði síðar að hafði valdið þessari miklu vanlíðan í marga mánuði.
Ég var alltaf á varðbergi og þurfti oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar að berjast fyrir því að hann yrði ekki sendur heim og fékk sem
betur fer hjálp frá dvalarheimilinu því auðvitað var mikið á
starfsfólkið þar lagt að taka aftur og aftur á móti einstaklingi sem
þurfti mun meiri aðstoð heldur en boðið var uppá og flest starfsfólkið
hafði hvorki menntun né þjálfun til að sinna. Okkur var ráðlagt að
sækja um hjúkrunarheimili út um allt, m.a. á Suðurnesjum og fyrir
austan fjall. Það hefði þýtt að fjölskyldan hefði þurft að ferðast
dágóða stund til að heimsækja gamla manninn og augljóst að
heimsóknirnar hefðu orðið færri heldur en raun ber vitni. Pabbi gamli
hefur búið í Kópavoginum síðan hann og mamma byggðu þar hús uppúr 1950
en þar getur hann því miður ekki endað sína ævi eins og hann hefði
kosið því hann fékk ekki pláss á hjúkrunardeild þrátt fyrir að hafa
beðið í mörg ár eftir því. Fyrir mér er þetta spurning um forgangsröðun
í hinu pólitíska landslagi - ég veit ekki hvort vinstri stjórn getur
gert betur en ég bara veit að það eru til nægir peningar, þeir fara
bara ekki í að byggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Ég hef oft hugsað
að mér finnist það ekki fýsilegur kostur að eldast ef þetta er það sem
bíður mín. Þetta er líka spurning um viðhorf og það snýr að okkur öllum
að huga betur að þeim sem eldri eru og gleyma okkur ekki í erli
dagsins...við höfum bara andartakið!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.