25.4.2007 | 14:34
Af stað aftur!
Jæja, þá er búið að setja húsið góða á sölu þannig að þeir vinir mínir sem aldrei hafa komið og hafa kvartað undan því verða bara að druslast hingað áður ég er rokin af stað. Fer kannski eitthvað hægar en venjulega á meðan bakið er að jafna sig. Annars finn ég mikinn mun, það er líka eins gott að þessar píningar hjá sjúkraþjálfaranum skili einhverju. Ég er líka mjög samviskusöm og geri æfingarnar sem ég á að gera þrisvar á dag og fer í góða göngu með Nóa á nýju MBT skónum mínum. Skórnir eru alveg frábærir og gera það að verkum að ég er eins og körfuboltamaður í NBA deildinni, þ.e. há í loftinu og hreyfist upp og niður þegar ég geng, þ.e. dúa vel. Mér skilst að maður eigi að nota vöðvana mun meira í þeim en á venjulegum skóm, t.a.m. rassvöðvana þannig að ég sé fram á það að fá sjáanlegan rass með þessu áframhaldi og væntanlega stinnan í þokkabót. Best að drífa sig í æfingarnar áður en haldið er á lokafund með verkefnisstjórn Íslandsmóts iðnnema og á eftir förum við á Sjávarkjallarann og borðum guðdómlegan mat. Mér finnst þessi staður ótrúlega góður, ekki bara fyrir bragðlaukana heldur virkjar hann önnur skynfæri, t.d. augun. Mæli með honum!
Ég hafði nokkuð gaman af þessum pistli eins nemanda okkar sem tók Grænt próf í Tónheimum síðustu helgi.
http://www.heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=28675&ew_0_a_id=278014
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló Gyða. Yndislegt í alla staði. Nú er það sýnt og sannað í mínum huga að Sjávarkjallarinn er ekki bara umtalað flottur og góður heldur er hann það. Jahéddnahér! ég á bara ekki orð til að lýsa upplifuninni. Og þjónustan! og maturinn! og útlitið á matnum og umgjörð hans ! og félagsskapurinn!
Takk fyrir mig og takk fyrir samveruna!
Laulau (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:35
Takk sömuleiðis, sjáumst svo síðar!
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 27.4.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.