27.4.2007 | 13:35
...þótt hann rigni!
Á maður ekki að drífa sig norður í land eða á austfirðina um
helgina...það er a.m.k. ljóst að ljósfbleiki liturinn á kroppnum sem
tilheyrir vetrinum mun ekki víkja svo glatt með þessu áframhaldi. Ég
verð að gleðja mig með staðreyndum á borð við að of mikið sólarljós sé
hættulegt húðinni (ekki það að ég telji að við séum nálægt því að
nálgast hættumörk hér á landi). Ég hef reyndar aldrei á ævi minni
orðið brún eins og þar segir. Hef í fyrsta lagi ekki eytt miklum tíma í
sólböð og í öðru lagi er húðin mín þess eðlis að hún verður ekki svo
glatt brún...meira rauðbrún! Helsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki
legið mikið í sólbaði er líklega sú að ég á ekki auðvelt að vera lengi
kyrr og svo finnst mér það líka tímaeyðsla. Vil frekar fara í góðan
göngutúr eða sitja á góðu kaffihúsi á góðviðrisdögum. Eins og svo margt
annað þá hef ég tekið nokkur sólbaðsáhlaup með heldur döprum
afleiðingum. Man t.d. eftir einu fyrir 5 árum síðan í sjálfri
brúðkaupsferðinni á Ítalíu. Þá fórum við hjónin á ströndina um hádegi
(þegar ítalir drífa sig heim) og yfirgáfum ströndina um kaffileytið
(þegar ítalir fara að hugsa sér til hreyfings aftur). Til að gera langa
sögu stutta, þá var þetta eitt það heimskulegasta sem við gátum gert og
það var vægast sagt ljótt að sjá á okkur bakið (gátum sko ekki snúið
bökum saman) um kvöldið en aloe vera jurtin bjargaði því sem bjargað
varð og kom í veg fyrir algjörlega svefnlausa nótt! Þetta var ekki í
fyrsta skipti sem ég tók slíkt áhlaup og reyndar ekki það síðasta án
þess að fara nánar út í það en mér er reyndar orðið nokkuð sama þó ég
verði aldrei brún, nota heldur góða sólarvörn og sef vært! Já, það er
líka þessi fína rigning núna!
helgina...það er a.m.k. ljóst að ljósfbleiki liturinn á kroppnum sem
tilheyrir vetrinum mun ekki víkja svo glatt með þessu áframhaldi. Ég
verð að gleðja mig með staðreyndum á borð við að of mikið sólarljós sé
hættulegt húðinni (ekki það að ég telji að við séum nálægt því að
nálgast hættumörk hér á landi). Ég hef reyndar aldrei á ævi minni
orðið brún eins og þar segir. Hef í fyrsta lagi ekki eytt miklum tíma í
sólböð og í öðru lagi er húðin mín þess eðlis að hún verður ekki svo
glatt brún...meira rauðbrún! Helsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki
legið mikið í sólbaði er líklega sú að ég á ekki auðvelt að vera lengi
kyrr og svo finnst mér það líka tímaeyðsla. Vil frekar fara í góðan
göngutúr eða sitja á góðu kaffihúsi á góðviðrisdögum. Eins og svo margt
annað þá hef ég tekið nokkur sólbaðsáhlaup með heldur döprum
afleiðingum. Man t.d. eftir einu fyrir 5 árum síðan í sjálfri
brúðkaupsferðinni á Ítalíu. Þá fórum við hjónin á ströndina um hádegi
(þegar ítalir drífa sig heim) og yfirgáfum ströndina um kaffileytið
(þegar ítalir fara að hugsa sér til hreyfings aftur). Til að gera langa
sögu stutta, þá var þetta eitt það heimskulegasta sem við gátum gert og
það var vægast sagt ljótt að sjá á okkur bakið (gátum sko ekki snúið
bökum saman) um kvöldið en aloe vera jurtin bjargaði því sem bjargað
varð og kom í veg fyrir algjörlega svefnlausa nótt! Þetta var ekki í
fyrsta skipti sem ég tók slíkt áhlaup og reyndar ekki það síðasta án
þess að fara nánar út í það en mér er reyndar orðið nokkuð sama þó ég
verði aldrei brún, nota heldur góða sólarvörn og sef vært! Já, það er
líka þessi fína rigning núna!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.