28.4.2007 | 21:19
Rangur misskilningur
Fyrir margt löngu lenti ég í ansi neyðarlegu atviki en jafnframt
skondnu. Þetta byrjaði sakleysislega, þ.e. með því að ég bað vinkonu
mína um að geyma fyrir mig veskið mitt (vorum á skemmtistað og ég var
aldrei með tösku). Okkar leiðir skildu undir lok kvölds en ég hafði
litlar áhyggjur því ég fór heim til hennar og var viss um að við myndum
hittast þar. Vinkonan skilaði sér hins vegar ekki heim fyrr en
morguninn eftir og þegar ég fór að leita að veskinu mínu kom í ljós að
hún hafði gleymt því þar sem hún hafði haft næturstað. Hún hafði verið
að leita að einhverju og tekið veskið mitt upp úr töskunni en alveg
gleymt að setja það í hana aftur. Mér var ekki skemmt og sagði að hún
skyldi nú bara drífa sig að ná í veskið en hún bara flissaði og sagði
að hún gæti alls ekki gert það þar sem hún ætti að vera mætt í vinnu
eftir stutta stund. Til að gera langa sögu stutta þá bankaði ég uppá
stuttu síðar í húsi einu í Kópavoginum og bróðurnum var mjög skemmt
þegar ég umlaði að vinkona mín hefði gleymt veskinu "mínu" þarna - yeah
right stóð skrifað á andlit unga mannsins en ég get ekki ímyndað mér
hvað stóð skrifað á mínu!
skondnu. Þetta byrjaði sakleysislega, þ.e. með því að ég bað vinkonu
mína um að geyma fyrir mig veskið mitt (vorum á skemmtistað og ég var
aldrei með tösku). Okkar leiðir skildu undir lok kvölds en ég hafði
litlar áhyggjur því ég fór heim til hennar og var viss um að við myndum
hittast þar. Vinkonan skilaði sér hins vegar ekki heim fyrr en
morguninn eftir og þegar ég fór að leita að veskinu mínu kom í ljós að
hún hafði gleymt því þar sem hún hafði haft næturstað. Hún hafði verið
að leita að einhverju og tekið veskið mitt upp úr töskunni en alveg
gleymt að setja það í hana aftur. Mér var ekki skemmt og sagði að hún
skyldi nú bara drífa sig að ná í veskið en hún bara flissaði og sagði
að hún gæti alls ekki gert það þar sem hún ætti að vera mætt í vinnu
eftir stutta stund. Til að gera langa sögu stutta þá bankaði ég uppá
stuttu síðar í húsi einu í Kópavoginum og bróðurnum var mjög skemmt
þegar ég umlaði að vinkona mín hefði gleymt veskinu "mínu" þarna - yeah
right stóð skrifað á andlit unga mannsins en ég get ekki ímyndað mér
hvað stóð skrifað á mínu!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.