28.4.2007 | 21:38
Seinheppin!
Og fyrst ég er byrjuð á vinkonusögum (sem betur fer blogga vinkonur
mínar ekki og skrifa líka vinkonusögur - gæti farið illa fyrir mér) þá
er hér önnur sem við vinkonurnar hlógum mikið að um árið. Þannig var að
við vorum á leiðinni í Ingólfskaffi sem var og hét og þegar við komum
fyrir utan var einni okkar farið að líða hálfilla og ekki tilbúin til
að fara inn. Í því kom aðvífandi ungur og myndarlegur maður, sem hún
hafði reyndar haft augastað á, og tóku þau tal saman. Hann bauð henni
svo að koma með sér upp á Sólon og drekka með sér kaffibolla (þetta var
ekki svona kaffibolli sem breyttist í eitthvað annað - hann meinti
þetta nákvæmlega eins og hann sagði það). Nú, þau settust þar í
rólegheitum og fengu sinn kaffibolla og svo kom að því að vinkonan
sagðist þurfa að bregða sér frá (hefur örugglega ekki sagt að hún væri
að fara á klósettið því hann er svona pen týpa sem þú getur ekki
ímyndað þér að fari á klósettið). Nú, maðurinn beið rólegur...í fyrstu
því það leið og beið og aldrei bólaði neitt á vinkonunni. Það fór að
þykkna heldur í manninum og var þungt í honum þegar hann
uppgötvaði (að hann hélt) að hún hefði bara ekki haft dug í að segja
honum að hún vildi fara heldur lét sig hverfa og það fannst þessum
sjéntilmanni náttúrulega alveg síðasta sort og þannig manneskjur
talar maður nú bara ekki við meira. Ég held að henni hafi fundist betra
að hann héldi það frekar en að hann vissi að hún hefði sofnað á
klósettinu og vaknað þegar allir gestir voru á bak og burt og stólar
komnir upp á borð!
mínar ekki og skrifa líka vinkonusögur - gæti farið illa fyrir mér) þá
er hér önnur sem við vinkonurnar hlógum mikið að um árið. Þannig var að
við vorum á leiðinni í Ingólfskaffi sem var og hét og þegar við komum
fyrir utan var einni okkar farið að líða hálfilla og ekki tilbúin til
að fara inn. Í því kom aðvífandi ungur og myndarlegur maður, sem hún
hafði reyndar haft augastað á, og tóku þau tal saman. Hann bauð henni
svo að koma með sér upp á Sólon og drekka með sér kaffibolla (þetta var
ekki svona kaffibolli sem breyttist í eitthvað annað - hann meinti
þetta nákvæmlega eins og hann sagði það). Nú, þau settust þar í
rólegheitum og fengu sinn kaffibolla og svo kom að því að vinkonan
sagðist þurfa að bregða sér frá (hefur örugglega ekki sagt að hún væri
að fara á klósettið því hann er svona pen týpa sem þú getur ekki
ímyndað þér að fari á klósettið). Nú, maðurinn beið rólegur...í fyrstu
því það leið og beið og aldrei bólaði neitt á vinkonunni. Það fór að
þykkna heldur í manninum og var þungt í honum þegar hann
uppgötvaði (að hann hélt) að hún hefði bara ekki haft dug í að segja
honum að hún vildi fara heldur lét sig hverfa og það fannst þessum
sjéntilmanni náttúrulega alveg síðasta sort og þannig manneskjur
talar maður nú bara ekki við meira. Ég held að henni hafi fundist betra
að hann héldi það frekar en að hann vissi að hún hefði sofnað á
klósettinu og vaknað þegar allir gestir voru á bak og burt og stólar
komnir upp á borð!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.