1.5.2007 | 16:49
Senuþjófur!
Einu sinni fór ég á tónleika með Valgeiri Guðjónssyni í "Gamla bíói".
Hann sat á barstól með kassagítar, stemmningin var róleg hann var að
flytja lög af fyrstu sólóplötu sinni - man eftir einu lagi sem heyrðist
nokkuð oft á öldum ljósvakans og heitir "Hver getur læknað kramið
hjarta". Með Valgeiri á sviðinu (nokkuð til hliðar þó) var
ungur óþekktur tónlistarmaður sem lék á rafmagnsbassa og það sem var
hvað mest sérstakt og eftirminnilegt við þessa tónleika var einmitt
þessi ungi óþekkti bassaleikari. Hann stal allri athyglinni þar sem
hann spilaði ekki bara af mikilli innlifun heldur var öllu líkara en að
hann væri á tónleikaferð með Iron Maiden eftir tilþrifunum að dæma. Það
kom svo síðar í ljós að það hentaði honum mun betur að vera í forgrunni
því þetta var sjálfur Björn Jörundur, sem stal senunni svona
skemmtilega af Valgeiri (sem var með sólótónleika).
Hann sat á barstól með kassagítar, stemmningin var róleg hann var að
flytja lög af fyrstu sólóplötu sinni - man eftir einu lagi sem heyrðist
nokkuð oft á öldum ljósvakans og heitir "Hver getur læknað kramið
hjarta". Með Valgeiri á sviðinu (nokkuð til hliðar þó) var
ungur óþekktur tónlistarmaður sem lék á rafmagnsbassa og það sem var
hvað mest sérstakt og eftirminnilegt við þessa tónleika var einmitt
þessi ungi óþekkti bassaleikari. Hann stal allri athyglinni þar sem
hann spilaði ekki bara af mikilli innlifun heldur var öllu líkara en að
hann væri á tónleikaferð með Iron Maiden eftir tilþrifunum að dæma. Það
kom svo síðar í ljós að það hentaði honum mun betur að vera í forgrunni
því þetta var sjálfur Björn Jörundur, sem stal senunni svona
skemmtilega af Valgeiri (sem var með sólótónleika).
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.