Veislan í farangrinum

Æ, ég vona að hann Ástvaldur minn verði ekki lagður í einelti í tónleikaferðinni sem er að hefjast í dag með Bardukha. Þeir spila á Höfn í Hornafirði í kvöld, Egilsstöðum á morgun, Húsavík á föstudaginn og Akureyri á laugardag. Já, ég nefndi einelti þarna í byrjun vegna þess að ég held að strákarnir í bandinu verði hissa þegar Ástvaldur opnar töskuna með heilsuvörunum, hvað þá þegar hann dregur mixerinn upp úr farteskinu til að útbúa ávaxtadrykk með hrísmjólk, hnetum og öðru góðgæti. Ég er reyndar viss um að þeir eigi allir eftir að smakka hjá honum drykkinn, jafnvel á meðan þeir gera grín að honum. Málið er bara að það er erfitt að fá góða næringu á ferðalagi um landið, nema einhverjir telji að sveittir hamborgarar eða majoneslöðrandi samlokur geri eitthvað annað en að kítta í æðarna þannig að þá er eina ráðið að hafa þetta með sér (það held ég að Magga nuddari verði ánægð með hann).
Karlinum var sem sagt pakkað niður og sendur út í sveit með sinn heilsupakka og á meðan sit ég og drekk sojalatte og narta í Toblerone súkkulaði, á meðan ég vinn (og blogga doldið). Er reyndar búin að fara í góðan göngutúr með hundinn - tímdi ekki að fara í NBA heilsuskónum afþví það rigndi svo mikið . Skórnir heita reyndar MBT en þegar ég er á þeim geng ég eins og körfuboltamaður í NBA deildinni.  Kíkið á www.mbt.is og skoðið um hvað málið snýst. Ég er að hugsa um að skella mér í annan göngutúr og ganga samviskusamlega á grasinu við hliðina á steypta göngustígnum eins og sjúkraþjálfarinn sagði mér að gera. Hann segir að undirlagið sem við göngum á sé of einhæft og skapi  vandamál þannig að þá er bara að hoppa af stígnum og út á grasið eða skoppa létt milli þúfna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband