5.5.2007 | 21:54
Mæli með...
Kíkti á vefsíðu áðan www.thework.org sem mér fannst algjör snilld. Katie Byron nokkur hjálpar fólki að losna undan þjáningunni á einfaldan hátt eða með því að trúa ekki hugsunum okkar. Það er dálítið Zen í þessu hjá henni og það var forvitnilegt að horfa á litlu brotin á síðunni og hvernig hún höndlar hin ýmsu mál. Mæli með þessu!
Ég gef hundum líka mín meðmæli. Ég hefði aldrei trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að eignast hund. Ég hafði alls ekki gaman að dýrum og sá fyrir mér allt í hundahárum og óþrifnaði. Svo fannst mér hundalykt vond (reyndar er ég ekkert hrifin af henni en ég finn hana auðvitað ekki sjálf heima hjá mér). Það sem kom mér á óvart var hversu gefandi þessar elskur eru og væntumþykja þeirra og hollusta skilyrðislaus. Það er alltaf eins og hann Nói minn hafi ekki séð mig í heila öld og eigi aldrei eftir að sjá mig aftur, fagnaðarlætin eru slík þegar ég kem heim. Og hvernig er hægt annað en brosa og kætast með þeim og vera þakklátur fyrir svona móttökur. Ég er viss um að hundar geta hjálpað fólki sem á við margs konar erfiðleika að stríða og mér skilst að rannsóknir sýni að þeir geta hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og þar með er það alveg örugglega ekki upptalið.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 2832
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að heyra þetta! mitt lífsmottó er nefnilega: "I want to be the kind of person my dog thinks I am". Nú get ég opinberað það fyrir þér vinkona...
Fararstjórinn, 6.5.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.