Lykilorðið er...

Heilinn á mér er að fríka út á lykilorðum. Þjónustufulltrúinn minn í
bankanum hlær að mér þegar ég hringi ringluð einu sinni enn og get ekki
munað lykilorðið á einkabankanum eða fyrirtækjabankanum eða númerið sem
ég á að setja inn þegar ég greiði reikninga. Svo hlær hún enn meir
þegar ég bið hana um að bjarga mér því ég sé búin að gleyma
aðgangsorðinu á fyrirtækjabanka félagsins sem ég gegni gjaldkerastöðu
hjá. Ég fékk nýtt aðgangsorð hjá Vildarklúbbnum í gær, í hvaða skipti
man ég ekki...svo er það aðgangsorðið hjá Intrum sem sér um innheimtu
fyrir fyrirtækið, ríkisskattstjóra fyrir staðgreiðslu, lykilorðið í
símanum og fyrirtækjasímanum...sumt er eins en þá er bara að muna hvað?
Þetta er aðeins of flókið fyrir mig og já ég hef líka lent í því að
vera í hraðbanka í útlöndum og muna ekki númerið á kreditkortinu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Blessuð , ég man ekki einu sinni farsímanúmerið mitt, hvað þá pinnúmer enda þarf ég reglulega að biðja um ný og ný pinnúmer. Ef það líður meira en vika er ég búin að gleyma því. Einu sinni mundi ég ekki kennitöluna mína, þurfti þó nokkurn tíma að hugsa mig um fyrir framan gajldkerann....

Benedikt Halldórsson, 9.5.2007 kl. 22:38

2 identicon

You're more than a number in my l.....

Laulau (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband