Eitt lítið andartak...

Skyldu tilviljanir vera til - ég er á því að þær séu það ekki. Ég get ekkert rökstutt það með orðum enda nær rökhugurinn svo stutt. Stundum raðast hlutir einkennilega saman að manni finnst en svo allt í einu fer allt að tengjast saman. Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að það er eitt að "skilja" og að "skilja" - það er hægt að lesa og pæla heil ósköp og reyna að botna í hlutum án þess að botna neitt í neinu. Lífið kemur manni oft svo skemmtilega á óvart - stundum er það reyndar alls ekki skemmtilegt í þeim skilningi að vera gaman en á endanum verður það oft þannig ef maður nýtir reynsluna á þann hátt.
Byron Katie sem ég minntist á um daginn segir það séu ekki atburðirnir í lífi okkar sem valda okkur vanlíðan heldur sífelldar hugsanir um þá. Með auðmýkt og jákvæðu viðmóti getum við snúið kringumstæðum okkur í hag og tekið hverju og hverjum sem er, hvar og hvenær sem er, opnum örmum, segir hún jafnframt.

Það verður kosið um framtíðina á laugardaginn....heyrist stöðugt í öllum fjölmiðlum en gleymum ekki að vera
HÉR OG NÚ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband