Það er í lagi að vera tapsár en...

Hvað er raunverulegt og hvað ekki? Það hefur runnið upp fyrir mér ljós
undanfarna viku eftir að hafa fylgst með eftirleik kosninganna. Það er
aldrei allt sem sýnist, þannig er bara lífið. Fulltrúar
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa brosað út í bæði í mörg mörg
ár en það er ekki liðin vika frá kosningum þegar Framsóknarmenn eru
farnir að bíta frá sér, þ.e. þegar í ljós kom að þeir voru ekki inni í
myndinni lengur. Mér finnst í lagi að vera vonsvikinn (fer þó ekki ofan
af þeirri skoðun minni að mér fannst mikil mistök að Framsóknarmenn
skyldu ekki sjálfir segja strax eftir kosningar að þeir ætluðu að draga
sig í hlé eftir að hafa beðið þar afhroð) en ummæli margra þeirra
síðustu daga hafa dregið fram í dagsljósið niðurbælda gremju. Hvers
vegna í ósköpunum halda Framsóknarmenn (þeir sem hafa tjáð sig í
fjölmiðlum a.m.k.) að þeir séu þeir einu með viti og að allt fari í
tóma vitleysu ef þeir fara ekki með völdin. Þeir hljóta að treysta
samstarfsflokki sínum til margra ára-eða hvað? Þeir verða að fara að
skilja að kjósendur vilja að þeir dragi sig í hlé - og það er ekki
afleiðing aukablaðs DV...held að það kæmi þeim á óvart ef gerð væri
könnun á því hve margir lásu það blað eða fáir öllu heldur. Almenningur
hefur örugglega ekki legið yfir þessu blaði. Takið ykkur nú saman í
andlitinu og setjið málefni og markmið ofar eigin hag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Framsóknarmenn setja aldrei málefni ofar eigin hag. Ekki séns.

Jens Sigurjónsson, 20.5.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 2832

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband