Kjötkrókur mættur!

Berlín á næsta leyti, förum þangað eftir rúmar tvær vikur og verðum í rúma viku. Bardukha mun spila þar tvisvar sinnum sem verður örugglega gaman fyrir strákana en svo verður auðvitað tími til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef aldrei komið þangað en hef heyrt að mér muni ganga illa að láta mér leiðast án þess að minnsta kosti að hafa aðeins fyrir því. Svo er hugsanlegt að þar verði gott veður þ.e. ekki él!!! Þetta er súrrealískt og ég fór nánast úr bleiku peysunni í morgun, mér brá svo þegar ég sá snjókomuna.

Annars er ég  sammála þeim sem hafa gagnrýnt auglýsinguna með Lalla Johns, þetta er ekki fallega gert þó mig gruni að hugmyndasmiðirnir hafi bara ekki hugsað þetta alla leið og ekki átt von á þeim viðbrögðum sem þetta hefur vakið en það er ljótt að nota fólk sem er of veikt til að sjá að þetta er siðlaust og í þessu tilviki hefði auglýsingastofan þurft að fá lánaða skynsemi. Ég fæ þessa sömu tilfinningu þegar ég les eða hlusta á viðtöl við fólk sem hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og er engan vegin fært um að sjá sjálft að viðtal gerir ekkert gott og bætir engu við. Þá er það fjölmiðlafólk sem skortir skynsemi og skortir að geta sett sig í spor annarra.

Þið eruð að grínast - það er verið að hengja mann upp á kjötkrókum í sjónvarpinu og það í fjórða sinn að hans sögn. Mér verður óglatt að horfa á þetta og held að hugurinn sé nú það máttugur að ekki þurfi kjötkróka til að verða fyrir andlegri upplifun en maðurinn segir þetta þess virði og svei mér ef hann er ekki himinlifandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Eeeeeuwwww, þetta var agalegt atriði í Kastljósinu. Ég leit bara undan, langar ekki að sjá svona "andlegar upplifanir" hjá fólki.

En Berlín er flott, var þar um daginn í góðu veðri.

Ertu búin að selja húsið? Er orðið of seint að koma og skoða, hehe? 

Ibba Sig., 21.5.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Mér finnst auglýsingarnar með Lalla flottar. Höfum smá húmor.

Jens Sigurjónsson, 21.5.2007 kl. 22:58

3 identicon

Nei, ekki búin að selja...komdu að minnsta kosti í kaffi, er með þessa fínu kaffivél og er alveg til í að gera góðan bolla handa þér...drífa sig!

gyða (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Fararstjórinn

Mæli með dýragarðinum í Berlín, hann er einn sá skemmtilegasti í Evrópu.

Fararstjórinn, 23.5.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband