1.6.2007 | 23:09
Góður dagur!
Jæja, þá má ekki reykja nánast hvergi...þegar ég hætti að reykja fyrir 8 árum fannst mér að mér þrengt. Ég var farin að skammast mín fyrir reykingarnar og fannst óþægilegt að reykja á almannafæri, fannst ég annars flokks og ekki fannst mér skárra að híma úti á svölum en þó skárra en að láta reykinn vaða yfir dótturina og þar að auki fannst mér reykingalykt vond. Fíknin var samt svo sterk að ég lét mig hafa það að vera á svölunum. Sem betur fer tókst mér að hætta (hafði reyndar hætt áður í heil fjögur ár) en var háð nikótíntyggjó í nokkuð langan tíma. Reyndar hefur mig ekki langað að reykja síðan en oft langað í nikótíntyggjó! Ég er hlynnt reykingabanni en það er samt einhver togstreita í mér... að það sé ekki hægt að taka ráðin af fólki og finnst líka að það eigi að vera heimilt að búa til einhvers konar reykingaaðstöðu fyrir þá sem reykja.
Annars eigum við hjónakornin 5 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þetta hafa verið góð ár og reyndar liðið ótrúlega hratt. Það er svo ótrúlega margt búið að gerast og okkar sameiginlega verkefni, Tónheimar, hefur vaxið og dafnað og gerir það vonandi áfram. Ástvaldur er byrjaður á nýrri bók og það kvikna nýjar hugmyndir nánast á hverjum degi...það er bara að gefa sér tíma til að framkvæma og auðvitað hafa kjarkinn til þess. Ég hlakka að minnsta kosti til að takast á við þessi verkefni...þ.e. þegar ég er búin með ritgerðina!!!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með brúðkaupsafmælið, elskan mín! Rosalega hafa þessi fimm ár liðið hratt! Vá ... finnst svo stutt síðan. Sammála með reykbannið, er beggja blands.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.