Að bindast hlutum er blekking!

Týpískt veður fyrir hátíðahöld á Íslandi! Var að koma úr göngutúr með Nóa, hann er að sjóast, hættur að bakka upp úr pollum og aðeins meiri reisn yfir honum núna en var þegar hann var úti í rigningu. Það er ekki hægt að segja annað en hann hafi hjálpað mér mikið blessaður hvað hreyfingu varðar, ganga er það besta fyrir mig meðan skrokkurinn er að jafna sig og ég færi örugglega ekki svona oft út að ganga ef Nói væri ekki á heimilinu. Stundum fæ ég reyndar smá innilokunarkennd því maður fer ekki óséður á klósettið lengur. Hann fylgir mér hvert fótmál og rífur sig upp úr fastasvefni til þess eins að missa ekki af mér setja í þvottavélina. En hann er alveg frábær og ótrúlega hlýðinn og fljótur að læra. Hann gerir hvað sem er fyrir einn munnbita og er farinn að snúa sér í hring og gera alls konar kúnstir ef von er á einum.
Ég er að hugsa um að skríða upp í sófa með bók - er að lesa bók sem heitir Þrettánda sagan og er nýkomin út á íslensku held ég. Mæli með henni, dulúð yfir henni. Ætla að reyna að láta hana endast fram á fimmtudag en þá er það flugvöllurinn og þar kaupi ég alltaf einhverjar bækur sem ég læt síðan ganga áfram. Hef gert það lengi og las svo í Draumalandinu að Andri Snær hafði merkti bók eða bækur og látið frá sér og rekist svo á síðar einhvers staðar. Það er svo góð æfing finnst mér að gefa bækur, mér fannst það ekkert auðvelt einu sinni en þetta þjálfar hugann og hjálpar til við að sleppa takinu og bindast ekki hlutum. Auk þess sem það er gaman að gefa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gyða.  Gæti bara varla verið meira sammála.  Best ég fari bara að gera þetta líka; gefa bækur. Allir dauðir hlutir eru ekkert annað en orkusugur ef maður leyfir það. Betra að hafa ráðin í sínum höndum

Laulau (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Ibba Sig.

Ég gaf nærri allar bækurnar mínar í Góða hirðinn um daginn. Sá svo eina kilju sem ég var nýbúin að losa mig við (ekki sama eintakið) til sölu á 15000 kall í fornbókabúð tveimur dögum síðar!

En reyndu að koma Þrettándu sögunni fyrir kattarnef í nálægð við húsið mitt.  

Ibba Sig., 4.6.2007 kl. 23:43

3 identicon

...ha ha, nú er bara spurning hvort þú ert tilbúin til að leggja á þig til að öðlast bókina - ég býð kaffisopa á móti bókinni!

Gyða Dröfn Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 2831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband