5.6.2007 | 13:30
Dipló eða hvað?
Það er alveg spurning hvort okkar á erfiðara með að leggja af stað út í þetta veður, ég eða hundurinn. Þetta er eiginlega það er ekki hundi út sigandi veður en ég veit samt að þegar ég er komin í gallann og út þá verður þetta bara hressandi gönguferð - Pollýanna hvað?
Ég er að setja tónlist inn á ipodinn minn af nokkrum af þeim hundruðum geisladiska sem ég á. Óli Palli myndi líklega falla í yfirlið ef hann yrði vitni af því hverju ég er að hlaða inn...og síðan fengi ég ræðuna um hvað er "tónlist" og ég er ekki viss um að mörg þeirra laga sem ég er að hlaða inn myndu falla í þá kategoríu hjá honum. Við rifumst "nokkrum" sinnum um þetta í vinnunni í þá gömlu góðu og stundum var ansi heitt í kolunum en sem betur fer erum við bæði þeirrar gerðar að nenna ekki að vera í fýlu í langan tíma þannig að þetta var búið 5 mínútum síðar.
Eitt rifrildi er nú líklega minnistæðast en það átti sér stað líklega á laugardegi, þegar ég og að mig minnir Skúli Helga sáum saman um Helgarútgáfuna. Óli Palli var tiltölulega nýbyrjaður og var tæknimaður. Ég var stödd úti í bæ með "linkinn" og gott ef ég var ekki einhvers staðar í Grafarvoginum. Ég gat talað við Óla Palla í gegnum tækið og var að gefa honum fyrirskipanir um hvaða lag ætti að spila eftir næstu innkomu. Hann fussaði og sagði að þetta væri ömurlegt lag og að hann vildi ekki spila það. Ég var eitthvað minna dipló á þessum tíma og rauk upp og sagði að hann skyldi spila lagið hvort sem honum líkaði betur eða verr og hann sagðist bara alls ekki ætla að spila það...það hefur örugglega verið dálítið skondin sjón að sjá mig standa þarna eina öskrandi með eitthvað stærðarinnar tæki á bakinu og það er ekki hægt að skrifa hér hvaða orð féllu þarna okkar á milli eða hótanir öllu heldur en eins og önnur rifrildi okkar hafði þetta ekki langan eftirmála. Ég held meira að segja að hann hafi spilað lagið og því ætla ég að hlaða inn einhverju Neil Young lagi sem þakklætisvotti og doldið meira af Bjögga og öðrum vinum mínum.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.