8.8.2007 | 19:34
Vinna á ný!
Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí, sem kalla má vinnudag. Við hjónin
erum komin á fullt að undirbúa haustönn hjá Tónheimum, þar sem ungir og
aldnir koma og læra að spila á píanó og gítar eftir eyranu. Er búin að
vera á fullu að svara umsóknum í dag, gera auglýsingu og plana hvar á
að auglýsa og svo framvegis. Þetta hefur eiginlega verið eitt
allsherjar ævintýri síðan Ástvaldur tók á móti nemendum í bílskúrnum í
Hvassaleiti. Alltaf förum við samt í gegnum sama pakkann, óvissu um að
það verði nú nægileg aðsókn á næstu önn og auðvitað séð eftir á að við
hefðum ekki þurft að hafa áhyggjur af því. Skólinn hefur nú verið
starfræktur í 5 ár og er enn að stækka en núna fyrst finnst okkur eins
og skólinn standi á styrkum stoðum, sérstaklega námslega
séð...kartöflurnar eru tilbúnar og ég ætla að stappa þær með miklu
smjöri og setja smá salt á þær.
erum komin á fullt að undirbúa haustönn hjá Tónheimum, þar sem ungir og
aldnir koma og læra að spila á píanó og gítar eftir eyranu. Er búin að
vera á fullu að svara umsóknum í dag, gera auglýsingu og plana hvar á
að auglýsa og svo framvegis. Þetta hefur eiginlega verið eitt
allsherjar ævintýri síðan Ástvaldur tók á móti nemendum í bílskúrnum í
Hvassaleiti. Alltaf förum við samt í gegnum sama pakkann, óvissu um að
það verði nú nægileg aðsókn á næstu önn og auðvitað séð eftir á að við
hefðum ekki þurft að hafa áhyggjur af því. Skólinn hefur nú verið
starfræktur í 5 ár og er enn að stækka en núna fyrst finnst okkur eins
og skólinn standi á styrkum stoðum, sérstaklega námslega
séð...kartöflurnar eru tilbúnar og ég ætla að stappa þær með miklu
smjöri og setja smá salt á þær.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.