22.8.2007 | 19:34
...svo mikið gangi á!
Jæja, þá er lífið farið að ganga sinn vanagang, þ.e. allt vitlaust að
gera! Sem betur fer vilja margir læra að spila á píanó og gítar eftir
eyranu þannig að það er nóg að gera hjá okkur í Tónheimum. Og í
hjáverkum seldum við eitt stykki hús og keyptum annað svo við höfum nú
örugglega alltof mikið að gera í vetur. Við flytjum í minn gamla
heimabæ, Kópavog, sem var reyndar ekkert á stefnuskránni en húsið sem
kom á sölu þar passaði okkur bara svo svakalega að við slógum til og
ætlum að yfirgefa Hafnarfjörð í bili, með trega því okkur hefur liðið
mjög vel hérna. Staðsetning er svo auðvitað í hausnum á okkur eins og
allt annað! Við verðum rétt hjá stúpunni og líklegt að við eigum eftir
að ganga mikið um það svæði með Nóa litla. Salalaugin er skemmtileg og
góðir nuddpottar og nýja líkamsræktin hennar Önnu vinkonu verður á
næsta leyti þannig að þetta er nú bara jákvætt. Ástvaldi líst ekki eins
vel á að verslanir eins og Habitat, Natuzzi og fleiri séu hinum megin
við götuna - er hræddur um að ég komi röltandi með nýtt borðstofuborð á
bakinu einn daginn og nýtt þetta og nýtt hitt hinn daginn! Ég er að
minnsta kosti fljót til nuddarans ef ég fæ í bakið við burðinn því hin
frábæra nuddstofa (nálastungur, hómópatía o.fl.) Fyrir fólk er í
Akralindinni. Talandi um slíkt þá mæli ég líka með honum Kolbeini
www.nalastungur.net en hann fór til Bandaríkjanna eftir að hafa klárað
nuddnám hér og lauk þar námi í kínverskri læknisfræði. Mæli með
honum!
gera! Sem betur fer vilja margir læra að spila á píanó og gítar eftir
eyranu þannig að það er nóg að gera hjá okkur í Tónheimum. Og í
hjáverkum seldum við eitt stykki hús og keyptum annað svo við höfum nú
örugglega alltof mikið að gera í vetur. Við flytjum í minn gamla
heimabæ, Kópavog, sem var reyndar ekkert á stefnuskránni en húsið sem
kom á sölu þar passaði okkur bara svo svakalega að við slógum til og
ætlum að yfirgefa Hafnarfjörð í bili, með trega því okkur hefur liðið
mjög vel hérna. Staðsetning er svo auðvitað í hausnum á okkur eins og
allt annað! Við verðum rétt hjá stúpunni og líklegt að við eigum eftir
að ganga mikið um það svæði með Nóa litla. Salalaugin er skemmtileg og
góðir nuddpottar og nýja líkamsræktin hennar Önnu vinkonu verður á
næsta leyti þannig að þetta er nú bara jákvætt. Ástvaldi líst ekki eins
vel á að verslanir eins og Habitat, Natuzzi og fleiri séu hinum megin
við götuna - er hræddur um að ég komi röltandi með nýtt borðstofuborð á
bakinu einn daginn og nýtt þetta og nýtt hitt hinn daginn! Ég er að
minnsta kosti fljót til nuddarans ef ég fæ í bakið við burðinn því hin
frábæra nuddstofa (nálastungur, hómópatía o.fl.) Fyrir fólk er í
Akralindinni. Talandi um slíkt þá mæli ég líka með honum Kolbeini
www.nalastungur.net en hann fór til Bandaríkjanna eftir að hafa klárað
nuddnám hér og lauk þar námi í kínverskri læknisfræði. Mæli með
honum!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.