Samferða!

Það er kannski eins gott að ég hef verið orkulaus og ómöguleg
undanfarið því annars er hætt við að ég væri farin af stað að innrétta
húsið sem við vorum að kaupa og jafnvel búin að kaupa gólfefni o.fl. Ég
er reyndar búin að fara í eina skoðunarferð en ákvað eftir hana að
draga andann djúpt og slaka á og hugsa ekki um þetta fyrr en mesti
álagstíminn hjá Tónheimum er búinn enda fáum við húsið ekki afhent fyrr
en eftir áramót! Ég er bara oftast aðeins á undan sjálfri mér en ætla í
þetta sinn að reyna að vera samferða mér (hætt við að það breytist
þegar ég fyllist af orku á ný). Ég er búin að vera dálítið sorgmædd
undanfarið og sakna pabba míns. Hann var stór hluti af mínu daglega
lífi og ég er alltaf á leiðinni að hringja í hann eða á leiðinni til
hans. Mér fannst að fyrst ég væri þakklát fyrir að hann hafi fengið að
fara þar sem hann var orðinn svo þreyttur og lúinn, þá væri ég sátt og
fyndi minna fyrir sorginni. Ég hef hins vegar fundið sterkt fyrir henni
undanfarið. Að láta loka bankareikningum og visa korti, skila
afruglaranum o.s.frv. er eitthvað svo endanlegt, hvað þá að láta grafa
á legsteininn. En þegar ég sit með tárin í augunum þá get ég brosað í
gegnum þau þegar ég sé hann halda í hönd mömmu, sem var stóra ástin í
hans lífi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Æi já Gyða mín - þetta tekur tíma og stundum er söknuðurinn ógurlegur. Mér leið líka svona þegar pabbi minn dó - ég saknaði hans mikið en var glöð fyrir hans hönd að hann hafði fengið hvíldina.

Það er svo gott að hugsa um liðna tíma þegar maður saknar - minnast alls þess góða með gleði og fyrirgefa það sem manni finnst að betur hefði mátt vera. Svo smá saman þá verða þær færri stundirnar sem söknuðurinn hefur yfirhöndina og fleiri stundirnar sem maður minnist þeirra sem farnir eru með gleði og þakklæti.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.8.2007 kl. 10:45

2 identicon

Elsku Gyða, ég samhryggist þér innilega með karl föður þinn.
Ef maður er ekki sorgmæddur þá hlýtur að vanta einhverja taug í mann. Það er heilbrigt og hollt að syrgja látinn ástvin, hversu lasinn og þjáður sem hann var orðinn. Sannar kannski enn betur þessar hugleiðingar þínar um að staldra við í núinu. Af því að ef maður heldur sig í núinu og gefur sér tíma til að sinna þeim sem maður elskar þá getur maður syrgt þá með gleði í hjarta þegar þeir fara yfir móðuna miklu.  Annars væri maður líklega nagandi sig í handabökin yfir því sem maður hefði viljað gera en gaf sér ekki tíma í......

Til hamingju með húsið og gangi ykkur vel í Tónheimum.

Laulau (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 2831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband