2.10.2007 | 19:22
Píla heldur uppi stuðinu
Afþví það hefur verið svo mikið að gera fannst okkur betra að taka hvolpinn Pílu í pössun í 10 daga. Píla er tæplega 5 mánaða labradortík (retriever labrador) og hefur hún haldið Nóa vel við efnið sl. viku. Þau eru núna að kjassast, hann ræður ennþá þar sem hann er eldri en hún er hins vegar mun stærri og ræður þannig séð við hann. Þau eru ferlega sæt saman og Nói á örugglega eftir að sakna hennar þegar hún fer heim. Það er nú líklegt að þau hittist brátt aftur því við erum á leiðinni til Stokkhólms í nokkra daga í lok mánaðarins þar sem Ástvaldur og félagar hans í Bardukha ætla að trylla lýðinn á sænskri tónlistarhátíð. Jú og áður en að því kemur þegjum við í nokkra daga í Skálholti þar sem zen hópurinn verður með sitt árlega sesshin. Þar verða batteríin hlaðin illilega en ég fæ að vera liggjandi þar sem bak og háls er enn ekki komið í stand þó ég sé á miklum batavegi. Ég hef lítið getað iðkað hugleiðslu sl. mánuði með hópnum og ég finn verulega fyrir því og gat ekki hugsað mér að missa af sesshin. Stundum finnst mér hugleiðslan ekki vera að breyta neinu fyrir mig en ég finn það þegar hún er ekki hluti af rútínunni hvað hún virkilega breytir miklu. Það riðlast nefnilega svo margt annað í leiðinni finnst mér. Ég sé nú fram á það að geta iðkað hana meira og það í lóðréttri stöðu og það á ég ekki síst að þakka Helgu Jóakims sem hefur kennt mér Alexandertækni síðastliðnar vikur, þ.e. hún hefur verið með mig í heljarinnar therapíu. Stundum leitar maður svo langt yfir skammt. Helga er einn af stofnendum zen hópsins og hefur iðkað hugleiðslu í 20 ár. Ég er búin að þekkja hana í tæp tíu ár og alltaf verið á leiðinni til hennar út af bakinu því mig grunaði að það þyrfti að bæta og laga líkamsstöðuna. Helga hefur vitað að ég var ekki tilbúin til að koma, ég var alltaf að minnast á það og hún bara brosti og sagði að ég væri velkomin og það var svo í sumar sem ég loksins hafði það af að panta mér tíma hjá henni. Ég hef engar efasemdir um að hennar iðkun hefur skilað sér í hennar starf, það er hrein unun að fylgjast með henni og hvernig hún vinnur. Jæja, nú á að skella sér í kalkúnaveislu með vinkonunum, leggjast yfir tarotspil og bolla og kasta rúnum með vinkonunum. Ég ætti kannski að bjóða Pétri Tyrfings með...eða ekki. Hann er samt góður kall þó hann sé svona mikill KR-ingur (líking) og ég gæti að sumra mati verið að tala um sjálfa mig þó ég súpi hveljur yfir stóryrðum hans og er auðvitað mjög ósammála honum að flestu leyti en get bara ekki sannað það!!!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú ert að finna leið til að láta þér batna....ég held að ég sé alveg sammála þér með hann Pétur. Lasd pólitísku pistlana hans og líkaði oft vel en get ekki fremur en þú sannað það. En mér líður ljómandi vel og sanna það með brosi yfir hrokafullu yfirbragði vísindanna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 19:31
Gangi ykkur vel að flytja Katrín, sjáumst þá vonandi á klakanum. Systir þín kær hefur reyndar ekki ratað yfir hæðina í heimsókn til mín og nú er ég að flytja þannig að það er ekki víst að hún rati alla leið í Kópavoginn.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:44
Ég er ákaflega glöð að sjá að þú talar um KR-inga í tveimur síðustu pistlum þínum og tek ég þessu þannig að þú sért í raun KR ingur inn við beinið, eins og svo margir. Eða kannski er það fyrirboði þess að þú sért að koma í veislu í Vesturbænum?!
Fararstjórinn, 3.10.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.