Hvað býður lífið uppá í dag?

Maður bregður sér úr bænum og það er ekki að spyrja að því - komin ný borgarstjórn þegar mætt er á svæðið aftur. Óskaplega er ég glöð að hafa misst af þessu öllu saman og verið þegjandi í sveitasælunni á meðan. Skálholt er yndislegur staður og frábær til að iðka hugleiðslu enda hefur Zen hópurinn farið þangað a.m.k. árlega sl. 5 ár ef ekki lengur. Það kemur reglulega upp í hugann sú spurning afhverju í ósköpunum ég sé að þessu og hvernig í veröldinni það hafi hvarflað að mér að fara að iðka zen búddisma sem kemur úr allt öðrum menningarheimi og iðkunin er svo ólík því sem við eigum að venjast hér. Þetta er mér hulið en það er eitthvað "óútskýranlegt" sem ýtti þessu af stað og knýr mig áfram. Iðkunin er langt frá því að vera auðveld og það er ekkert markmið í sjálfu sér og engin gulrót en samt er  eitthvað sem gerist og veldur því að mig langar í meira! 

Þegar ég sá fyrrverandi borgarstjóra við annan mann í Kastljósi á mánudag þá varð mér hugsað til þess þegar þetta ferli hófst hjá þeim, allir fullir bjartsýni og þá hvorugan hefur líklega órað fyrir því að þeir yrðu í þessari aðstöðu svona stuttu síðar...maður veit aldrei hvað lífið býður uppá, það er nú bara þannig - ég hafði samúð með borgarstjóranum fyrrverandi, held að ásetningur hans hafi ekki verið slæmur en að hann hafi gert mistök sem komu harkalega í bakið á honum. Við gerum öll mistök og þurfum að takast á við þau en það þarf ekki að úthella öllu þessu blóði - mér finnst svo oft að við viljum hefnd og að einhver þjáist svo hann finni verulega fyrir. Við vitum hins vegar öll að við þjáumst þegar við gerum mistök og þjáumst þótt við þurfum ekki að sitja fyrir framan alþjóð á meðan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 2831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband