29.10.2007 | 16:04
Mæli með...
Var að tala um það um daginn hversu falleg Berlín væri, sem og hún er en núna er ég alveg dolfallinn yfir fegurðar annarrar borgar, Stokkhólms. Var að koma þaðan í gær og vá hvað hún er falleg svo ég tali nú ekki um hreinleikann! Byggingarnar, hvernig hverfin skiptast o.s.frv. Gátum endalaust gengið um Gamla Stan, auðvitað með reglulegu stoppi á einhverju góðu kaffihúsi eða matsölustað. Áttum ekki von á svo miklum fjölbreytileika í matargerð en náðum að borða uppáhaldið, þ.e. taílenskt og japanskt - eru með topp sushi staði! Komst líka að því að ég gæti vel lifað með því að eiga sauna en það var nú eitt það besta við hótelið sem við bjuggum á. Bjuggum um borð í skipi sem er innréttað sem hótel, fannst þetta krúttleg hugmynd og í sjálfu sér var þetta í góðu en herbergin (káeturnar) voru MJÖG lítil. Þurftum að smeygja okkur framhjá hvort öðru og eins gott að við vorum bara með eina ferðatösku! Hugmyndin var betri en raunveruleikinn en það var samt mjög notalegt að borða morgunverð og horfa út á hafið!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.