Lagst í dvala...smá

Lagðist í dvala eftir flutningana. Það var hreinlega eins og ég hefði lent undir valtara...og varð að klessu, oj bara! Nú er ég að vakna aftur til lífsins en fer hægt af stað. Þessi blessaða ritgerð gengur nú ekkert sérlega vel en ég er í gamla fasanum, finn mér margt annað til dundurs (ekki það að ég er auðvitað í vinnu líka) en fyrir utan hana þá reyni ég að finna margar undankomuleiðir áður en ég druslast til að setjast við tölvuna og vinna að ritgerðinni. Verð t.d. alveg ótrúlega syfjuð bara við tilhugsunina að vinna í henni (þetta var alltaf svona í gamla daga). En ég man líka eftir þessu vinnulagi þegar ég var að skrifa greinar, fréttir eða ritgerðir. Ég frestaði því og frestaði að setjast niður og skrifa en svo þegar ég kom mér loks að verki var eins og ég væri búin að móta þetta allt í hausnum á mér og ég þurfti ekki að hafa svo mikið fyrir því að skrifa - vonandi er bara það sama í gangi núna (annars verð ég að játa á mig leti og það geri ég nú ekki svo glatt)!

Eitt af því sem ég hef fundið mér að gera er að sækja námskeið - sl. tvo sunnudaga hef ég verið á námskeiði hjá Chris nokkrum sem býr í San Diego og er kínverskur læknir. Hann er að kenna okkur aðferð við að teygja á líkamanum og búa til gott flæði um orkubrautirnar. Þetta er dáldið merkilegt, aðferðin heitir e-centric strength og ég kann svo sem ekki að lýsa henni miklu betur en þetta hefur ýtt við einhverju hjá mér. Ég var reyndar búin að taka af mér loforð um að fara ekki á námskeið fyrr en ég væri búin með ritgerðina en ég sveik það...og sé reyndar ekki eftir því, alltaf gaman að kynnast einhverju nýju og auðvitað að hitta nýtt fólk.

Við finnum dálítið vel fyrir veðrinu á þessum slóðum, engin hús til að taka af mesta vindinn eða skógur þannig að stundum fer nú um mig og ég er ekki alltaf viss um að þakið verði á húsinu þegar ég vakna en rokið hefur verið ansi mikið undanfarið. Maður þarf ekki að fara langt til að vera í svona nánum tengslum við náttúruna og finna vel fyrir henni!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Sæl Gyða mín. Var að kíkja á bloggið þitt. Er sjálf alveg splunkuný hér. Þetta er vettvangur þar sem hægt er að gleyma stund og stað. Gaman að heyra að allt gengur vel hjá þér. Dugleg ertu kona! Gangi þér sem allra best við ritgerðarsmíðina. Knús og góða helgi.

Gúnna, 16.11.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Hæ hæ, er nú ekki sérlega dugleg að blogga þessa dagana en það er nú í góðu, er bara að þessu fyrir sjálfa mig. Kíkti á þína síðu og vona að allt gangi vel með Heiðdísi, kveiki á kerti fyrir hana.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 18.11.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 2831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband