28.11.2007 | 16:18
Ó þú ert svo mjó, svo mjó að...
Mikið verður gaman þegar ég þarf ekki að ferðast milli bæjarfélaga til að versla í matinn (eins og mér hugnast). Það var frábært að fara út í búð í Berlín því í "venjulegri" matvörubúð var hægt að velja hvort þú vildir t.d. lífrænt ræktað grænmeti eða ekki. Mesta eftirsjáin úr Hafnarfirði er Fjarðarkaup - sem mér finnst mjög gaman að versla í og verðið allt í góðu - miðað við íslenskt verðlag þ.e.a.s.
Ég hef ákveðið að sætta mig við athugasemdir fólks yfir því hvað ég er grönn eða horuð eins og sumir segja. Ég hef látið þetta fara mikið í taugarnar á mér og finnst þetta sambærilegt við að segja fólki hvað það sé feitt, sem fólk gerir ekki á förnum vegi. Ég fæ gjarnan athugasemdir um að ég sé svo mjó og var t.d. einu sinni sagt að ég yrði nú að fara að fita mig í framan...hvernig fitar maður sig í framan? Ég hef staðið mig ítrekað að því að reyna að verja mig....gjarnan með þeim orðum að ég sé 60 kg og ég þurfi ekki meir, sem mér finnst reyndar alveg rétt. Ég held líka að afþví fólk er að fitna almennt þá skeri ég mig enn meir úr en áður en ég hef bara alltaf verið svona og borða. Í stað þess að fara alla leið og fara að borða tóma óhollustu og úða í mig fitu og sykri svo ég fitni og falli betur inn í hópinn þá ætla ég bara að þakka fyrir næst og brosa út að eyrum! Ég uppljómaðist held ég í gær þegar ég hitti vinkonu mína sem ég hef ekki hitt í nokkurn tíma og hún sagði að ég væri eitthvað breytt. Ég, sem var að koma út úr gleraugnaverslun, með ný gleraugu brosti og tjáði henni að það væru örugglega gleraugun varð svolítið um þegar hún sagði að það væri ekki það heldur væri ég eitthvað svo mjó! Svona er nú lífið skemmtilegt!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.