30.11.2007 | 16:37
H10 - sport og spa
Það er ekki hundi út sigandi eru orð að sönnu því hundarnir horfa bara á mig undrunaraugum þegar ég opna dyrnar og býð þeim að fara út. Það er samt eitthvað svo notalegt að hlusta á vindinn, við kertaljós og með kaffi og sneið af franskri súkkulaðiköku! Þetta er kannski fullmikið þegar skrifborðið er farið að titra! Mér leist ekkert á blikuna í gærkvöldi þegar ég lagðist til svefns en hugsaði að fyrst þetta hús hefði staðið á sama stað í tugi ára, þá myndi það þola þessa nótt, sem og það gerði því ég var enn í Heiðmörkinni þegar ég vaknaði. Var að hugsa um að nota veðrið sem afsökun fyrir því að fara ekki í ræktina en var það vel vöknuð að ég náði að hugsa mig um.
Já, talandi um ræktina - Anna Borg vinkona mín, sem hefur verið viðloðandi líkamsrækt svo lengi sem elstu menn muna (svona um það bil) var að opna tækjasal í húsi Knattspyrnuakademíunnar í Kórahverfinu í Kópavogi. Við hliðina er verið að byggja stærðarinnar líkamsræktarstöð og spa en hún ákvað að byrja með tækin og ég mæli með þeim. Fantagóð tæki og heimilisleg stemmning. Við gömlu fimleikatröllin og vinkonurnar mætum hjá henni þrisvar í viku í litlum hóp og það er auðvitað gott að hreyfa sig en miklu skemmtilegra í góðum hópi! Staðurinn heitir H10 sport og spa, www.h10.is
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fantaflott stöð.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.