17.1.2008 | 22:29
Hláturinn lengir lífið!
Vá, þvílík klikkun! Það var eins gott að það náðist hvíld í jólafríinu því síðan ég kom heim hef ég ekki stoppað. Skólinn byrjaði á mánudaginn og það hafa aldrei verið fleiri nemendur hjá okkur, sem er alveg frábært og við þó ekki þurft að kvarta yfir áhugaleysi landans. Það er bara svo brjálæðislega skemmtilegt hvað það eru margir sem vilja læra að spila á píanó eftir eyranu og nú gítar og harmónikku, til okkar flykkist fullorðið fólk á öllum aldri sem ýmist hefur aldrei lært eða lært á hefðbundinn hátt í stuttan eða langan tíma. Núna er mesta brjálæðið afstaðið og svo byrjar þetta að rúlla þegar allir eru komnir á sinn stað.
Ég náði líka mitt í þessu öllu að láta binda inn ritgerðina og skila á skrifstofu félagsvísindadeildar og svo bíð ég bara með naglalakkaðar tær eftir útskrift í febrúar...á reyndar eftir að mála og ýmislegt annað í nýja húsinu sem við fáum afhent eftir tæpar tvær vikur og já flytja líka. Það verður greinilega nóg að gera á næstunni, sem er bara fínt en ég stefni að því að flýta mér hægt og njóta andartaksins. Já þess vegna ætla ég að sitja dálítið og þegja um helgina með zen hópnum mínum - já og skjótast með hundinn á hundasýningu, svona til gamans. Veit nú ekki hvort við nennum að standa í að sýna hann mikið meira en hann er bara svo flottur og þetta er fín þjálfun fyrir hann. Áfram Nói!
Ákvað á sunnudagskvöldið, þrátt fyrir að vera dauð úr þreytu, að skella mér í bíó með gamla og fóstursonunum tveimur. Fórum á Death at a funeral, breska gamanmynd og mér fannst hún ótrúlega fyndin, algjör farsi, sem gekk vel upp. Mæli með henni til að létta aðeins lund í mesta skammdeginu. Það var gott að hlæja svona mikið, þó það sé nú ekki kvartað sérlega mikið yfir því að ég hlæji of lítið. Mér finnst ég reyndar hlæja lítið miðað við hvað ég hló mikið einu sinni en þá reyndar ofhló ég...hló að öllu og engu. Mér finnst óskaplega gaman að hlæja enda er það svo gott fyrir geðið!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt að hláturinn lengir lífið.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.