16.10.2006 | 15:48
Gjörhygli
Þá er sesshin í Skálholti lokið en það var ótrúlega öflugt þó stutt væri. Mér fannst hugurinn rétt vera að byrja að þreytast þegar slegið var í bjölluna í síðasta sinn en ég náði þó að finna fyrir hvað ég er búin að vera á miklum hraða sl. mánuð. Þetta var dálítið eins og að ganga á vegg eftir alla þessa keyrslu við að koma skólanum aftur í gang. Mér finnst ég svo heppin að hafa komist í kynni við zen hugleiðslu; að hafa fengið tækifæri á að horfast í augu við sjálfa mig, bæði galla mína og kosti og hafa möguleika á að laga og betrumbæta og ekki síst taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það var svo sem stundum gott að geta skellt skuldinni á aðra en það kostaði oft ansi mikla fyrirhöfn, ég tala nú ekki um þegar fólk gat verið með tóm leiðindi og alls ekki tilbúið að taka á sig sökina.
Þegar ég kom heim í gær settist ég niður með sunnudagsmoggann og rakst á ansi skemmtilega grein þar sem segir að hugræn meðferð byggð á aldagamalli hugleiðslutækni sé að ryðja sér til rúms í meðferð gegn þunglyndi, kvíða og vanliðan. Þessi aðferð nefnist gjörhygli eða mindfulness og felur í sér vakandi athygli, að vera sér meðvitaður um það sem er að gerast hér og nú. Mér fannst þetta alveg frábært þar sem þetta er það sem zen snýst um, vakandi huga. Það krefst iðkunar að einbeita sér fullkomlega að því sem þú ert að gera til þess verður að "leiða hugann" alltaf aftur að andardrættinum, frá hinum oft og tíðum órólegu hugsunum eða hugsanakeðju sem oftar en ekki framleiðir sömu hugsanirnar aftur og aftur.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.