Breytingarnar byrja heima!

Sá hjónin Evu Maríu og Óskar í þættinum sex til sjö um daginn þar sem
þau voru að tala um fjölskylduna og ekki síst samveru með börnunum. Þau
sögðust reikna dæmið þannig að það væri spurning um hversu lítið þau
gætu unnið til að lifa af og þá með tilliti til þess hve miklum tíma
þau gætu eytt með börnunum sínum. Mér fannst þetta góð umræða og við
þurfum svo sannarlega öll að byrja heima hjá okkur svo viðhorfsbreyting
eigi sér stað. Það er ekki eðlilegt að stofnanir sjái um uppeldið á
börnunum okkar og það sé orðið svo slæmt að við firrum okkur ábyrgð sem
foreldrar á t.d. agaleysi og ýmis konar vanlíðan sem virðist hrjá börn
í dag - hvað er t.d. málið með að smábörn, rétt farin að tala, tjái sig
um það að þau vilji ekki lifa! Ég last þetta í grein í mogganum um
daginn en þar var fjallað um kvíða og þunglyndi barna sem er orðið ansi
stórt vandamál. Við erum að elta skottið á sjálfum okkur, teljum okkur
trú um að auknar tekjur færi okkur meiri lífsgæði...það er alveg rétt
að peningar geta hjálpað til en þeir geta svo sannarlega líka flækst
fyrir eins og máltækið "margur verður af aurum api" sannar. Það kemur
ekkert í staðinn fyrir góð tengsl manna á milli því við fæðumst nakin
og munum ekki taka bankabókina, húsið eða neinar merkjavörur með okkur
í hinsta ferðalagið. Hins vegar getum við skilað af okkur "betri
þjóðfélagsþegnum"  ef við erum til staðar (hér og nú), veitum þeim
athygli en sýnum þeim líka hvar mörkin liggja þ.e. byggjum þau upp og
þorum líka að segja nei (afþví við höfum ekkert samviskubit yfir hversu
lítið við sjáum af þeim og erum ekki uppgefin eftir mikið vinnuálag).
Þetta er samfélagslegt vandamál en við verðum að byrja heima og ég mæli
með aðferð Evu og Óskars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband